Sumar 2016

Fjögurra vikna fjallgönguáætlun.

Hér er ein lauflétt æfingaáætlun fyrir þá sem langar til þess að setja sér fjallgöngumarkmið í sumar. Þetta plan er heppilegt fyrir þá sem vilja t.d. ganga Fimmvörðuháls í sumar, fara Laugaveginn eða sambærilegar gönguleiðir. Útivist er frábær leið til þess að komast í gott form, skoða landið í leiðinni og skapa minningar sem maður lifir á í margar vikur.

Fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref að þá mæli ég sérstaklega með Fimmvörðuhálsi sem sumarmarkmiði. Leiðin er 22 km og hækkun upp á 1000 metra. Áætlaður göngutími er allt frá 9 og upp í 12 klst eftir hraða og færi.

Fimmvörðuháls er ein vinsælasta gönguleiðin á Íslandi og ekki að ástæðulausu. Virkilega falleg og fjölbreytt leið sem endar í paradísinni Þórsmörk. Mæli með því að þeir sem eru óvanir fari yfir með ferðafélagi eða reyndari göngumönnum.

Upplýsingar um leiðir má finna t.d. í bókinni Íslensk fjöll eða í nýja göngu appinu @wappið.

Hér er 4. vikna æfingaplan og mikilvægt að muna fyrir þá sem eru að byrja að þetta verður alltaf auðveldara í hvert skipti 🙂

Vika 1.
1. Mosfell í Mosfellssveit.
– Hæð: 280 m og gönguhringur um 4 km.

2. Úlfarsfell
– Hæð: 295 m og gönguhringur um 5 km.

Vika 2.
1. Helgafell í Hafnarfirði.
– Hæð: 338 og mæli með því að menn prófi að ganga hringinn (ekki sömu leið fram og til baka) og þá telur leiðin 5,4 km.

2. Háihnúkur í Akrafjalli
– Hæð: 555 m og leiðin er um 4,6 km .

Vika 3.
1. Esjan upp að steini
– Hæð: 586m og leiðin er um 6 km

2. Móskarðshnúkar
– Hæð: 807 m og 7 km. Nú er mál að skella bakpoka á bakið og æfa framvegis með hann ef þú hefur ekki gert það nú þegar.

3. Leggjabrjótur:
– Hækkun um 500 m og leiðin er um 17 km.

Vika 4.
1. Helgafell í Hafnarfirði
– Hæð: 338 og mæli með því að menn prófi að ganga hringinn og þá telur leiðin 5,4 km.

2. Vífilsfell
– 655 m og leiðin er um 5 km.

3. Skeggi í Henglinum
– 805 m og leiðin er um 12 km.

Nú ættuð þið að vera komin í frábært form og vel í stakk búin til þess að takast á við Fimmvörðuhálsinn.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *