Sporin á leiðinni á Suðurpólinn eru ótal mörg og með því að heita á spor Vilborgar í leiðangrinum leggur þú Líf styrktarfélagi lið. Félagið hefur þann tilgang að styrkja Kvennadeild Landspítalams, bæta aðbúnað og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu,  í fæðingu og sængurlegu sem og kvenna sem þurfa umönnun vegna kvensjúkdóma. Nær allar fjölskyldur njóta þjónustu kvennadeildarinnar sem líður skort vegna ófullnægjandi húsnæðis og tækjabúnaðar. Leggjum okkar af mörkum og bætum aðbúnað kvenna og fjölskyldna.

Líf er stofnað með langtímaverkefni í huga, að félaginu standa núverandi og fyrrverandi starfsmenn kvennadeildar ásamt breiðum hópi fólks víðsvegar úr þjóðfélaginu. Félagið vinnur að líknar- og mannúðarmálum í þágu fjölskyldna.

Fylgist með þegar áheitasöfnunin fer í gang. Stöndum saman!

GJÖF LÍFSINS

Lífið er tækifæri, gríptu það.
Lífið er fegurð, dáðu hana.
Lífið er gjöf, njóttu hennar.
Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika.
Lífið er er áskorun, taktu henni.
Lífið er er skylda, gerðu hana.
Lífið er leikur, leiktu hann.
Lífið er dýrmætt, gættu þess.
Lífið er auðlegð, varðveittu hana.
Lífið er kærleikur, gef þig honum á vald.
Lífið er loforð, láttu það rætast.
Lífið er sorg, sigraðu hana.
Lífið er söngur, syngdu hann!

Móðir Teresa

Líf, Charity Foundation, was founded the 7th of December 2009. Its main objective is to support and strengthen services for women and their families at the university hospital, Landspítalinn. To improve the facilities and services to women and their families during pregnancy and childbirth as well as supporting women who suffer from breast cancer and gynecological malignancies and their families. In Iceland, 70% of all births take place at Landspítalinn and the majority of female surgical procedures are performed in this hospital, including surgery for benign and malignant disorders.

Líf’s website.