Skráning er hafin í vinsælu útivistarnámskeiðin okkar
Næstu námskeið hefjast í janúar og að þessu sinni er boðið upp á tvo möguleika, Fjallatinda og Ævintýratinda. Eins er stór hluti af dagskránni okkar kominn inn fyrir árið 2019 og úr mörgum ævintýrum er að velja. Hvort sem þú ert að reima á þig gönguskóna í fyrsta skipti eða ert nú þegar búinn að slíta mörgum pörum.
Fjallatindar sem er fjögurra mánaða göngu prógram sem endar á Hvannadalshnúk í maí. Gengið er annan hvern þriðjudag og einn laugardag í mánuði. Við byrjum á lægri fellum og fjöllum í kringum höfuðborgarsvæðið bætum smá saman í hæðarmetrana í takt við hækkandi sól og aukið þrek.
Allar nánari upplýsingar og skráning er hér
Ævintýratindar hentar þeim sem hafa stundað fjallgöngur áður. Við munum ganga tvö virk kvöld í mánuði á spennandi fjöll í kringum höfuðborgarsvæðið, fara hratt yfir og ná góðri æfingu. Einn laugardag í mánuði förum við síðan í lengri og meira krefjandi göngu, dagsferð. Fjöllin eru fjölbreytt eins og þau eru mörg og því er líflegt fjallaár framundan.
Allar nánari upplýsingar og skráning er hér