Ferð til Nepal – Island peak og Everest base camp
Það styttist óðum í næsta túr, bara rétt handan við hornið! Við Tommi erum á leiðinni til Nepal á stað sem stendur mér mjög nærri. Ykkur er velkomið að fylgjast með ævintýrum okkar hér á síðunni og á samfélagsmiðlum. Það verður margt á döfinni hjá okkur m.a. að heimsækja vini og kunningja, rölta upp í Everest base camp, klífa eitt fjall! og heimsækja SOS-barnaþorpin.
Við höldum út á mánudaginn og ég get hreinlega ekki beðið eftir að komast af stað.
Ég hreinlega elska Nepal og Khumbudalinn. Það er eitthvað svo magnað við það að ferðast um þetta svæði. Fjallið sem við ætlum að klífa heitir Island peak og er 6189 m hátt. Það er bæði fallegt og útsýnið dásamlegt yfir Himalaya fjallgarðinn. Þetta er frábært fyrsta fjall á erlendum vettvangi og svo skemmtilega vill til að við verðum með ferð þangað og undirbúningsnámskeið á næsta ári. Við hefjum leika í janúar og æfum okkur saman þar til við ferðumst yfir hafið og upplifum töfra Himalaya og tökumst á við okkur sjálf í nýju umhverfi.
Ef þú hefur áhuga á að fylgjast með og fá ferkari upplýsingar að þá skaltu skrá þig hér