Spennandi búnaðar dagar

Það er nóg að gera í undirbúningi fyrir leiðangurinn.  Efst á baugi eru ýmis mál tengd logistic og búnaði.  Mikill tími hefur farið í að velja allan búnaðinn og fá hann sendan heim.  Þegar ég vel búnað horfi ég til þess hvað aðrir leiðangrar hafa verið að nota. Ótal póstar hafa verið sendir til pólfara og þeirra sem sérhæfa sig í slíkum búnaði.  Frændur okkar Norðmenn eru mjög framarlega á þessu sviði og hafa átt marga frækna leiðangra á Suðurskautið. Þá hafa einnig nokkur bresk fyrirtæki sérhæft sig á þessum markaði.   Allur fatnaður í ferðina kemur auðvitað frá Íslandi. Félagar mínir í 66°Norður hafa verið einstaklega liprir og hjálpsamir við undirbúninginn.  Ég var svo spennt þegar ég fékk dúnúlpuna góðu að ég sat heilt kvöld í henni að vinna.  Innan tíðar fæ ég svo nýja útivistar úrið frá Michelsen úrsmiðum – Hlakka til að sjá það en mínir kæru vinir lögðu mikla vinnu í að útbúa það sérstaklega fyrir þennan leiðangur.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *