Upphaf leiðangursins !

Góðan daginn,

Við Atli lentum hér í Katmandu um miðjan dag í gær. Það er skemmst frá því að segja að við höfum verið eins og þeytispjald um Thamel hverfið síðan að klára nokkra hluti. Það var nefnilega ákveðið að fara einum degi fyrr af stað og því þarf að hafa hraðar hendur. Við leggjum sumsé af stað í áttina að landamærunum á morgun en sökum mikilla rigninga eru vegirnir ýmist í sundur eða torfarnir, því er óljóst hvað við komumst langt. Menn eru þó bjartsýnir.

Það er svo margt sem mig langar að segja og deila með ykkur en það eru einungis 3 klst í brottför og ég á eftir að leggja mig aðeins.

Við erum annars vel stemmd og okkur hlakkar til að takast á við þetta verkefni. Eitthvað verður minna um fréttaflutning en áður þar sem við höfum ekki aðgang að neti og auk þess eru hinar ýmsu síður s.s. Facebook, Gmail, google og fleira hreinlega bannaðar í Tibet en við munum samt reyna okkar besta.

Hjartans þakkir fyrir góðar kveðjur,

Vilborg og Atli

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *