Base camp
Namaste frá Base camp! Komum hingað um hádegisbil í dag eftir nokkra klukkustunda göngu frá Loboce. Ég viðurkenni að ég var pínu stressuð fyrir þessum degi. Pínu skrýtið að vera komin aftur en viðtökurnar voru góðar eins og við var að búast. Hér biðu margir af þeim sherpum sem voru í fyrra og gaman að hitta alla. Nú þekki ég líka marga bæði klifrara og starfsmenn sem er frábært að sjá aftur. Mér líður vel og hef aðlagast vel þrátt fyrir að hafa verið með kvef alla leiðina upp en það ef nú sem betur fer orðið betra.Ég átti auðveldara með brekkurnar núna en í fyrra en það segir svosem ekkert um framhaldið. Það skiptir samt miklu máli að nærast og gera allt til þess að halda heilsu og orku. Í fyrramálið er svo puja athöfin okkar þar sem leiðangurinn og búnaðurinn er blessaður fyrir átökin. Endilega fylgist með á snapchat: vilborg.arna