Gleðilega páska

Gleðilega páska frá Namche Bazar Síðustu dagarnir fyrir brottför voru bæði annasamir og pínu stressandi. Oft þarf að komast yfir marga hluti á skömmum tìma og óvæntar áskoranir láta gjarnan sjá sig á síðustu metrunum. Þann 3. Apríl hófst svo gangan upp í Base camp og á leiðinni hittir maður gömul og ný andlit. Mér líst mjög vel á teymið mitt, við erum tvær konur og 7 karlar. Gædarnir eru Guy Cotter sem var rãðgjafi í nýju Everest myndinni og Rob sem ég þekki frá Suðurskautinu en hann var í vélinni sem flaug mér út á ísinn. Flottir fjallagarpar sem ég ber mikið traust til. Ég er líka búin að hitta nokkra sherpa sem ég kynntist í fyrr. Mér hefur liðið vel í kroppnum hingað til og líður ágætlega í hæðinni en Namche er í 3400 mys. Í dag er nokkurs konar hvíldardagur en þá gistir maður 2 nætur á sama stað og tekur stutta aðlögunargöngu á milli. Ì dag gengum við yfir í næsta þorp Kumjung en þar er skólinn sem Hillary stofnaði á sínum tíma enhæsti punktur sem við náðum ã leiðinni var 3380 mys. Restinni af deginum eyddi ég í að rölta um þorpið og hitti meðal annars Dechen sem rekur minjagripaverslun. Ég kynntist henni í fyrra þegar ég verslaði nokkra muni hjá henni og hún gaf mér verndargrip fyrir fjallið. Það var gaman að hitta hana aftur og að hún skildi muna eftir mér en við ætlum svo að fá okkur tesopa þegar ég kem til baka. Það er vissulega skrýtin tilfinning að vera aftur á leiðinni upp í base camp og það verður að viðurkennast að það var helmingi meira átak að fara af stað í ár en í fyrra. Það fylgir því líka ákveðin spenna að fara aftur á staðinn og hùn magnast eftir því sem nær dregur. Það skiptir samt máli fyrir mig að fara aftur því mig langar líka til að eiga aðrar minningar frá fjallinu. Ég hitti líka Ingó áðan en við erum á svipuðu róli í göngunni. Á næstunni mun ég svo segja ykkur betur frá liðsfélögunum og ýmsu skemmtilegu sem á daga okkar hefur drifið.

Kærar kveður, Vilborg arna

This Post Has One Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *