Kveðja frá Cho Oyu

Kveðjur frá Advanced Base Camp Cho Oyu:

Vilborg og Atli eru nú aftur stödd í Advanced Base Camp (ABC) í 5650 m eftir að hafa selflutt allan búnað upp í Camp 1 (um 6300 metrar). Þau ætla að hvíla í tvo daga í Advanced Base Camp, halda aftur upp í Camp 1 – gista í eina nótt og byrja svo að bera búnað upp í Camp 2 (7130 m).

Það liggur ljómandi vel á þeim og eru þau bæði hress og kát og hafa hitt mikið af fólki, m.a. eitthvað af þeim sherpum sem Vilborg kynntist á Everest. Það er gaman en þetta reynir talsvert á – hósta aðeins inn á milli – en eru almennt heilsuhraust og líður vel.

Fáum vonandi að heyra aftur frá þeim þegar þau eru komin í Camp 2.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *