Kveðjur úr Base Camp (ABC)
Namaste!
Héðan er allt gott að frétta, við erum stödd í Advanced Base Camp (5650 m / 18,500 ft.) og búin að vera hér síðustu fjóra daga. Við höfum notað tímann til að hvílast, nærast og til að undirbúa okkur fyrir framhaldið. Við höfum fylgt öðrum hóp hingað upp í base camp en höldum nú áfram að fylgja okkar eigin plani og stefnum á að byrja á morgun að bera dót í þremur hollum með millistoppi upp í næstu búðir, Camp 1 í um 6400 m hæð. Það er ennþá monsoon þannig að okkur liggur ekkert á en við áætlum að vera komin í Camp 1 eftir um þrjá daga.
Okkur líður mjög vel og erum hress og kát og vel stemmd, finnum af og til fyrir örlitlum höfuðverk vegna hæðaraðlögunar. Við höfum eignast marga vini hér í ABC og erum mjög spennt fyrir framhaldinu.
Við fengum Puja blessun í gær þar sem allur búnaður var blessaður og okkur óskað góðs gengis með framhaldið á leiðangrinum.
Bestu kveðjur,
Mása og Móði
Vilborg og Atli
Megi allar góðar vættir vera með ykkur og gangi ykkur vel knús til ykkar