Halló Anchorage

Hæhó !

Þá er ég loksins komin á gott hótel í Anchorage í Alaska eftir ævintýralegt ferðalag hingað. Ég lagði af stað frá Keflavík kl 17 í gær, millilenti í Seattle og var svo komin hingað kl 23 að staðartíma eftir 16 klst ferðalag. Ég var svolítið illa sofin þegar ég lagði af stað eftir mikið stress síðustu daga við að koma öllum málum í höfn fyrir brottför. Þegar ég settist niður í vélinni í Seattle sofnaði ég um leið, áður en flugvélin lagði af stað. Svo allt í einu vakna ég við vélarhljóðið og tel næsta víst að vélin sé nú að fara að lenda í Alaska… haha en neibb þá var hún bara að fara í flugtak og ég hafði verið sofandi í c.a. 15 mín. Svo svaf ég bara restina af fluginu og vaknaði þegar við lentum.

Ég kom einni tösku fátækari út af flugvellinum og hélt af stað á hótelið sem ég hafði í fljótfærni pantað mér gistingu á. Leigubílstjórinn varð nú eitthvað skrýtinn þegar ég sagði honum hvert ég væri að fara og spurði mig hvort ég væri alveg viss. Jú ég hélt það nú enda hafði ég lesið það á heimsíðunni að þangað kæmu bakpokaferðalangar og fólk eins og mér finnst svo gaman að hitta þegar ég er að ferðast. Svo var nú líka nýbúið að gera þetta allt upp. Eftir áframhaldandi samræður fóru reyndar að renna á mig tvær grímur en ég ákvað að halda mig við planið þar sem senda átti týndu töskuna um morguninn þangað og ég átti von á sendingu líka.

Þegar ég kem inn er andyrið vinalegt enginn íburður en snyrtilegt og greinilega nýmálað. Ég hugsaði með mér að þetta gæti nú ekki verið svo slæmt og tékkaði mig inn. Ég skrifaði undir samning sem sagði að greiðslan væri ekki endurkræf undir nokkrum kringumstæðum og sitt hvað fleira. Þetta var reyndar mjög ódýr gisting.  Maðurinn sem afgreiddi mig var vinalegur með bros til augnanna og tannlaus. Hann tók vel á móti mér, það vantaði ekkert upp á það.  Mér var afhent klósettrúlla, handklæði og fjarstýring fyrir sjónvarp. Síðan héldum við upp á næstu hæð með farangurinn. Úff þarna var nú ekki alveg jafn snyrtilegt og niðri…svo opnaði ég herbergið mitt. Það leit nú ekki vel út, pínulítið og alveg haugdrullugt. Ég tók teppið af rúminu og það var ekkert mjög spennandi.  Mig langaði til þess að fara strax í burtu en gat það ekki þar sem ég átti von á töskunni þangað.

Ég ákvað að leggja mig bara á meðan ég var að bíða. Þar sem þetta var nú ekkert sérstaklega spennandi að þá setti ég hettuna á hausinn og lagðist í bólið í öllum fötunum, skónum líka !   Taskan kom kl 6 og kl 8 hentist ég niður og bað um leigubíl svo ég gæti skipt um hótel.  Vinur minn í lobbyinu var mjög almennilegur og vildi allt fyrir mig gera en ég fann að mig langaði ekki til að vera lengur. Við áttum stór skemmtilegt spjall á meðan við biðum eftir bílnum. Ég komst m.a. að því að á þessu hóteli býr mikið af ólánsfólki sem hefur komið á svæðið í leit að einhverju en svo fest og á lítið. Ég fékk nú pínu sting í magann við að heyra þetta.

Hótelið hafði þá nýlega skipt um nafn og prófíl í von um að ná aftur til ferðamannanna sem sækja á svæðið þess vegna leit allt svona vel út þegar ég skoðaði þetta og bókaði.  En þetta var nú bara hressandi ævintýri og útsýnið út um gluggan á herberginu mínu var stórkostlegt 🙂

Nú er ég komin á stórgott hótel og ætla að spóka mig og kíkja í nokkrar búðir í dag. Vantar nokkra hluti fyrir ferðina. Svo þarf ég að sortera og pakka nestinu mínu í kvöld.  Á morgun mætir svo sjálfur Siggi Bjarni á svæðið og þá verður stuð.

Takk fyrir góðar kveðjur 🙂

———-

English version:

Hi there!

I finally checked in to a nice hotel here in Anchorage, Alaska after an adventurous trip – to say the least! I departed from Keflavik airport, Iceland around 5pm yesterday, had a stopover in Seattle and arrived in Anchorage around 11pm local time after about 16 hours of traveling. I hadn’t gotten too much sleep before I left as I’ve been trying to finalize all the details before my departure. I feel asleep right after boarding in Seattle, suddenly I woke up to an engine sound so I was confident that I was about to touch down in Alaska – haha nope! we were just getting ready for take off so I had only been sleeping for about 15 minutes. I managed to sleep the whole time however and woke up when we arrived in Seattle.

I was one luggage short though when I arrived and took a taxi to the hotel that I had booked in a hurry right before I left. The taxi driver looked at me a little concerned when I told him where I was heading and asked me if I was 100% sure?! Yes, I was sure as I had read on the hotel’s website that they welcomed backpackers that I enjoy meeting when I’m traveling. And it had just completed a total renovation so I was excited. After continuing my conversation with the taxi driver, I started to feel a little sense of unease … but I decided to stick to the original plan especially since the “lost” luggage would be sent there the next day and I was expecting to have another package delivered to the hotel.

When I arrived, the lobby was friendly – nothing extravagant but nice and newly painted. I thought to myself that it couldn’t be that bad and checked myself in. I signed a contract which stated that the total amount would not be refundable under any circumstances..I however hadn’t paid that much for staying there anyways.. The man at the lobby was friendly, smiled at me but had no teeth. He welcomed me to the hotel and handed me toiletpaper, towel and a remote control for the TV. Then I followed him to the second floor with my luggage. Uffff.. It wasn’t as nice and cozy as downstairs — then I opened up the door to my room. It did not look good at all, was very tiny and extremely dirty. I took the bedspread off the bed and it did not look exciting.. I wanted to leave right away, but I couldn’t as I was expecting to get my lost luggage delivered the next morning.

I decided to lay down while I was waiting. As this wasn’t really the most appealing hotel room I’ve been too, I put my hood on and slept in all my clothes, including my shoes! My bag arrived at 6am this morning and at 8am I was downstairs asking for a taxi so I could change hotels. My friend at the lobby desk was very friendly and wanted to assist me in every way he possibly could, but I knew I couldn’t stay there anymore. We had great conversation while I waited for my taxi. I, among other things, found out that many of the guests at this hotel are less fortunate people that had originally moved to the area looking for opportunities and not been successful and now just live at this hotel. It kinda hit me hard hearing him sharing this story with me.

The hotel had just recently change it’s name and profile in the hope of becoming a more attractive destination for travelers that come to the area and that’s why everything looked so great on their profile at the time when I booked this hotel. But what’s done is done, it was an excited adventure and on the positive side – the view from the window in my room was amazing!

Now I have just checked in to a very nice hotel and am going to walk around the area today and check out few stores. I need to purchase few items before my trip. Tomorrow, Siggi Bjarni (my travel buddy) will arrive here in Anchorage 🙂

Thanks for all your kind wishes.

Vilborg

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *