Að borða sig upp í leiðangur

Það er mjög sérstök tilfinning að borða bara eins og maður getur. Vanalega er maður fastur í því að hugsa um línurnar og því alveg ný tilfinning að geta gætt sér á tveimur súkkulaðistykkjum á dag án þess að hugsa neitt meira um það. Ég er markvisst að bæta á mig forða fyrir ferðina. Meiri forði þýðir meiri einangrun gegn kuldanum ásamt því að ég býst við því að missa á bilinu 12-15 kg. Á Grænlandsjökli missti ég 8 kg á einum mánuði. Þessi leið er tvisvar sinnum lengri í bæði vegalengd og tíma.  Ókosturinn við þyngdaraukninguna er að eðli málsins samkvæmt er maður ekki eins léttur á sér og fyrir 8 kg síðan 🙂  Ég legg mikla áherslu á að innbyrða vítamín og eins að passa upp á að járn magnið í líkamanum sé nóg.

Fyrstu dagana á jökli verð ég sennilega hálf lystarlaus en matarlystin kemur um leið og brennslan verður meiri og á endanum verður maður farin að borða eins og hestur.  Mestu máli skiptir að verða aldrei bensínlaus og borða jafnt og þétt yfir daginn og að fá sér hitaeiningaríkt nasl  60-90 mínútu fresti. Ef að blóðsykurinn fellur getur maður verið lengi að ná sér á strik aftur. Því er lykilatriði að hugsa vel um sjálfan sig, borða rétt, klæða sig rétt og hlusta á líkamann.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *