Frá Vilborgu á Suðurpólnum – Dagur 19

7. desember 2012

haeho. agett vedur i dag, bjart og vindurinn taeginlegur. faerid var gott fram yfir hadegi en svo skidadi eg i gegnum sastrugiland. skaflarnir voru baedi hair og langir. i midjum klidum vid ad traeda a milli skaflanna eda ad fara yfir ta a snjobru for eg ad velta tvi fyrir mer hvort tad byggju snaealfar i sastrugi? hvad haldid tid? eg kannski buin ad hlusta of mikid a potter. eftir skaflana gekk eg svo inn a nyja skidaslod. tad var mjog skrytin tilfinning og magnad ad lenda akkurat a sama stad i allri tessari isverold. en tad er svolitill spotti i naesta leidangur. skidadi 20.3 km i dag. kaerar kvedjur heim og takk fyrir studning og godar kvedjur 🙂

— Þessi skilaboð eru send með Iridium Extreme frá Sónar

Update: Yesterday’s coordinates (end of December 6th): 82.10.819 S and 79.52.480 W.

http://www.lifsspor.is/stadsetning/ ‎

Hi there, the weather was decent today, bright and a rather slow breeze. The ski conditions were good until early afternoon, then I had to ski through a sastrugi land. The sastrugis were both high and very long. In the middle of traveling through those high sastrugis I crossed a snow bridge.. and I started wondering if there were little snow-elves living in each one.. what do you think? Or have I maybe listened too much to Harry Potter?

After all the sastrugi area I walked into someone’s ski path… it was a very strange feeling and truly amazing to know that there is someone else here .. in this deserted ice world. However, the other expedition is still a little further ahead.

I traveled 20.3 km today.. Best regards to everyone at home and thanks for all your support and your messages 🙂

This Post Has 16 Comments

 1. Sæl Vilborg Arna.
  Magnað að fylgjast með þér á ferð þinni á sjálfan Suðurpólinn. Ekki að spyrja að þér með kjarkinn, áræðið og jákvæðnina. Þér tekst það sem þú ætlar þér og sigrast á erfiðum aðstæðum í framandi umhverfi. Sannar fyrir okkur öllum hinum að allt er hægt ef viljinn og áhuginn er fyrir hendi.
  Já, ótrúlegt að ramba á skíðaför í allri þessari hvítu víðáttuveröld þarna! Kæmi mér ekki á óvart að þú næðir þeim sem á undan þér eru.
  Bestu kveðjur 🙂

 2. hæ mer finnst alveg dásamlegt að filgjast með þér… ég er manneskja með víðáttufælni á háu stigi og get bara engan vegin skilið hvernig þú getur þetta… 🙂 þú ert hetja í mínum augum.. gangi þér allt í haginn og ég mun bíða eftir að heira frá þér á hverjum miðvikudegi…bara skil ekki hvernig þú getur þetta:) knús í kuldan. vindinn og einveruna

  1. hæ mer finnst alveg dásamlegt að filgjast með þér… ég er manneskja með víðáttufælni á háu stigi og get bara engan vegin skilið hvernig þú getur þetta… 🙂 þú ert hetja í mínum augum.. gangi þér allt í haginn og ég mun bíða eftir að heira frá þér á hverjum miðvikudegi…bara skil ekki hvernig þú getur þetta:) knús í kuldan. vindinn og einveruna…. var samt að spá þegar að þú komst inná nýja skýðaslóð…. eru fleiri á ferð þarna? kanski eru álfarnir að vísa þér leiðina:) nei svona í alvöru .. er ekki skrítið að sjá nýja slóð þarna..? ef að ég yrði sett í þessar aðstæður með alla mína fælni… þá setti ég allann minn mátt í að ná þeim sem á undan væri… skrýtin já:)))

 3. Sæl Vilborg…
  Það er mynd af þér á mbl.is og lesning ,gott að vita að allt gengur vel og þú heldur jákvæðnini …
  Kannski ert þú að ná ameríkumanninum ,í mínum huga ert þú hetja dagsins gangi þér vel í dag sem alla daga og góða helgi…
  dagur 19 er nátturulega allgjör snild…
  kv frá Hveragerði..

 4. Kæra Vilborg,
  Ég dáist að hugrekki þínu, kjarki og vilja. Þetta er líkast til allt sprottið af sömu rótinni sem gæti kallast Lífshamingja. Ég bið þess að ferð þín gangi vel og að heilsa þín sé áfram góð. Ljúft að heyra um snæálfana, þú getur prófað að kalla á þá og kanna hvort þeir vilji koma í heimsókn til þín á kvöldin/næturna. Ég er vissum að þeir eru til í að vera vinir þínir og vernda þig gegn hverskonar snjóbrimi og vindum. Álfasnæbrúin gæti verið titilinn á þinni fyrstu ævintýrasögu he he he. haltu áfram að njóta hugarkyrrðar, jákvætt hugarfar þitt er gott friðarljós inn í desemberbirtu Frónsbúa. Ég hlakka til að lesa áfram um upplifun þina og ævintýr á álfapólnum.

 5. Halló stelpa mín gott að vita að þér gengur allt í haginn allar kvennfélagskonurnar báðu að heilsa þér þegar við skáluðum fyrir þér í fyrrakvöld risa knús og megi allar góðu vættirnar hjálpa þér áfram

 6. Góðan dag kíki í heimsókn flesta daga. Ég dáist að þér. ….

 7. Magnaða stelpuskottið mitt, þú ert alveg ótrúlega seig, jákvæð og áræðin, með húmorinn í fínu standi. Já, álfarnir eru víða, það sannaðist greinilega þarna – þú veist að þeir hafa bústaðaskipti á áramótunum og þessi er kannski kominn á fullt að finna sér sinn stað (“,).
  Frábært að sjá hve vel þér miðar áfram og ég seig eins og Sigga Valdimars að þú ert hetja dagsins og það í hugum allra þeirra sem fylgjast með för þinni og það er hreint ótrúlegur fjöldi ungra sem eldri.
  Þú ert líka frábær fyrirmynd fólks og gildin þín þyrftu margir að hugsa um og breyta eftir þá væri veröldin miklu betri og þessi árstími er jú sá árstími sem við ósjálfrátt leiðum hugann að þeim sem minna mega sín og því eru gildin þín og jákvæðni á svo heppilegum tíma…………bara að þau yrðu föst í kollinum þegar lengra líður frá jóla”andanum”.
  Farðu vel með þig gæska mín og gangi þér vel áfram, svo bið ég þennan suðræna veðurguð að vera áfram í góðu skapi og þér hliðhollur og að allar góðar vættir vaki áfram yfir þér og verndi.
  Knús og bestu kveðjur.

  1. Afrek þitt finnst mér jaðra við að vera yfirnáttúrulegt. Láttu ekki einveruna beygja þig og haltu þig Guðs megin, alla þessa löngu, ströngu leið. Gangi þér vel!

 8. Ívar frændi þinn fór að spögulera hvort það yrði ekki eitt af sérstæðustu stefnumótum sögunnar þarna á ísbreiðunni ;). Hann: Vippa I presume. Hún: hm……..

 9. Þekki þig ekki, en fylgist með þér og les bloggið á hverjum degi. Dáist að þessu afreki hjá þér, svo sannarlega öðrum hvatning. Elska húmorinn þinn og jákvæðnina (Pollúönnunna) 😉
  Gangi þér vel…..

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *