Frá Vilborgu á Suðurpólnum – Dagur 18

6. desember 2012

fraber dagur i dag. vedrid var gott og faerid fint. eg skida vanalega 2x 90 min a morgnana og tek stutta pasu a milli. borda bitann minn bara a skidunum. eftir seinni lotuna tek eg svo hadegismat og ta fer eg i dunulpuna og tylli mer. tad er oftast svona 15-20 min. ef tad er vindur geri eg skjol med sledanum og laet solina skyna framan i mig, ta verdur manni ekki svo kalt. annars ad ta skidadi eg 20.1 km i dag. ad lokum langar mig ad senda alveg serstaka fostudags jolaglogg studkvedju til allra hja almennu verkfraedistofunni. hjartans takkir fyrir studninginn og goda skemmtun ! 🙂

— Þessi skilaboð eru send með Iridium Extreme frá Sónar

English version:

Great day today! The weather was very good and great travel conditions.

I typically ski for about 2 x 90 minutes each morning and take a short break in between. I usually eat my snack while skiing. After those 2 x 90 minutes, I take a proper lunch break. Then I sit down for about 15-20 minutes, put on my extra jacket (high-quality goose down, extra warm) and if it’s windy, I use my sleds as shelter and face the sun. That way, I won’t get too cold.

I traveled 20.1 km today (12.5 miles).

I want to use the opportunity to send a special Friday Christmas party wishes to everyone at Almenna… Thank you for all your support and have fun tonight! :0)

This Post Has 11 Comments

 1. Enn einn frábæri dagurinn þinn elskulega dóttir. Þú ert alveg einstakur dugnaðar forkur sem átt fá þína líka (engan á þessu sviði).
  Vona að veðurguðirnir verði þér hliðhollir áfram (skil ekki að þeir þurfi að vera eitthvað annað) og að allar góðu vættirnar verndi þig og varðveiti.
  Jafnt ungir og það mjög ungir sem eldri spyrja eftir þér og spá í hvort þú sjáir ekki mörgæsir (“,).

  Knús og bestu kveðjur.

 2. Sæl Vilborg…það er allveg með einsdæmum hvað þú ert mikill dugnaðarforkur og alltaf svo glöð og jákvæð ,
  í mínum huga ert þú hetja dagsins í dag og ert frekar að bæta í kílómetrafjöldan sem er mikill dugnaður…
  Ég vona að alltir góðir vættir sveimi yfir þér í dag sem aðra daga…og gangi þér rosalega vel…

  kv frá Hveragerð…

 3. Kæra Vilborg
  Ég les pistlana þína daglega og dáist alltaf jafn mikið af þrautsegju þinni, fagmennsku og dugnaði.
  Vona að veðurguðirnir verði þér hliðhollir áfram og að ferðin sækist vel.
  Með baráttukveðjum,
  Sigríður Ingvars
  Framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

 4. Gaman að sjá hvað þetta gengur vel sem ég þykist vita að er fyrst og fremst fyrir það hvað þú ert jákvæð og drífandi .
  Rok, rigning og myrkur úr vesturbænum
  Jón Gauti

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *