Frá Vilborgu á Suðurpólnum – Dagur 20

8. desember 2012

Allt gott að frétta af Vilborgu okkar á Suðurskautinu.

Náði sambandi við hana í morgun.. hún var víst búin að senda inn bloggfærslu í gærkvöldi en af einhverjum óútskýranlegum ástæðum virðist það ekki hafa farið í gegn. Hún bað því fyrir kveðju til ykkar allra.

Í gær skíðaði hún 20 km með um 100 metra hækkun. Samtals hækkun síðastliðna tvo daga er um 150 metrar og er hún komin í 1009 metra hæð.

Í lok dags var hún stödd á S 82.32.403 og W 80.03.497.

 

English version:

Everything is going well in Antarctica. Got a hold of Vilborg this morning. She apparently had posted a blog already, but for some odd reasons, it didn’t post.. so she asked me to send you all her best wishes.

Total distance traveled yesterday was 20 km (12.4 miles) with elevation gain of 150 meters in the last two days.

Camp position day #20: S 82.32.403 og W 80.03.497.

This Post Has 7 Comments

 1. Gott að fá þessar fréttir…………..leist nú ekki á blikuna að fá ekki pistilinn. Öllum stórum létt. Trúi á þig og því taldi ég að allt væri í góðu lagi. Gaman að lesa greinarnar um þig og upplifa alla jákvæðnina sem þú smitar út.
  Vona að veðurguðirnir verði áframí góðu skapi og að vættirnar dansi kringum þig í góðu gír. Kannski sérðu kríurnar…….þær fljúga til suðurskautslandsins þegar .þær fara héðan. Kannski hittir þú gamla kríu sem þú hefur heilsað uppá í den þegar þið feðgin fóruð á Ártúnshöfðann að heilsa þeim.
  Knús og bestu kveðjur.

 2. Gott að heyra að allt gengur vel. Sakna þess að lesa ekki pistil frá þér.
  Kveðja að Vestan.

 3. Gott að allt gengur vel, megi allir vættir styðja þig og styrkja með bestu kveðju af Héraði

 4. Sæl Vilborg.. Frábært að heyra að allt sé uppávið hjá þér 1009 metrar er allveg frábær árangur og 20 km á dag er allgjör snilld svo þú mátt vera stolt að sjálfri þér í dag sem aðra daga ,það er alltaf jafn gaman að heyra frá þér alltf svo jákvæð og glöð…
  Í mínum huga ert þú hetja sunnudagsins og gangi þér rosalega vel og megi allir góðir vættir fylgja þér á leiðarenda..
  kv frá Hveragerði…

 5. Góðir straumar sendir úr vestrinu. Gangi þér allt í haginn í framhaldinu. Alltaf spennandi að lesa pistil dagsins, og virðist miða alveg ótrúlega vel. Kveðjur frá öllum á Bránslæk

 6. Knús til þín frá Jóni Ársæl og co Grindavík við Lilla skruppum þangað í dag gangi þér allt í haginn nú sem endranær frænka og co Geirlandi

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *