Frá Vilborgu á Suðurpólnum – Dagur 29

17. desember 2012

haeho. agaetis dagur ad baki i bjortu en koldu vedri. to ad tad se kalt uti er kosy i tjaldinu og hlytt. eg held eg hafi loksins nad ad skida ut ur nysnaevinu i dag en to ad tad hafi verid vindur fauk tad ekki i burtu. tad komu 20 km i hus i dag og vonandi 2 dagar i naesta afangasigur og ta verdur fagnad med jolahladbordi hilleberg hallarinnar. a nefnilega sma godgaeti sem eg aetla ad verdlauna mig med, spila jafnvel jolalog a medan. mig langar til ad senda takklaetiskvedju til lindsay fyrir studninginn. lifssporskvedja 😉

— Þessi skilaboð eru send með Iridium Extreme frá Sónar

English version:

Hi from Antarctica, Good day behind – a bright day but very cold. Even though its cold outside, it’s very cozy and warm in my tent. I think I managed to ski out of the fresh newly tossed snow today and even though it has been windy, the new snow has not blown away.

I traveled 20 km today and I’m hoping that there will be a new milestone crossed within the next two days. When that goal is reach I will have a Christmas buffet in the Hilleberg camp.. as I have a little extra goodies that I want to reward myself with.. even play some Christmas songs over dinner.

I want to send special thanks to Lindsay for their support.

“Lífsspor” regards 🙂

This Post Has 15 Comments

 1. Sæl Vilborg..mikið rosalega er gott að heyra hvað gengur vel hjá þér og alltaf jafn jákvæð og hress,,
  er búin að vera að hugsa til þín hvað þú ert mikil dugnaðarforkur og mikil fyrir mynd fyrir okkur hin
  Í mínum huga ert þú hetja dagsins og það hlýtur að hafa verið gott að komast í kósýheitin í tjaldinu..
  Megi allir góðir vættir fylgja þér í dag og alla daga…
  Baráttukveðjur frá Hveragerði…

 2. Elsku skottan mín, mikið er gott að sjá að allt gengur svona ljómandi vel þó kuldaboli sé á ferðinni líka……..hann er bara öfundsjúkur yfir hve vel útbúin þú ert til að takast á við hann.
  Megi allar góðar vættir vernda þig og varðveita og vona að veðurguðinn haldi sér við efnið að vera þér hliðhollur.
  Farðu svo vel með þig,.
  Knús og bestu kveðjur til þín.

 3. Mér finnst nú hver dagur hjá þér vera stórsigur! Er svo hrikalega stolt af því að þú ert frænka mín!Gangi þér áfram allt í haginn. Vestfirskar baráttukveðjur frá öllum á Brjánslæk

 4. Fylgist með af miklum áhuga. Við erum rík á Íslandi að eiga svona ofurhuga sem þora, gangi þér allt í haginn og njóttu verðlaunanna.

 5. Pollýanna er sannur vinur og veit hvað hún vill eins og þú kjarnorkuskvísa, megi góðir vættir yfir þér vaka .

 6. Elsku Vilborg, þú stendur þig eins og hetja. Fylgist með þér á hverjum degi og hlakka til að fá þig heim.

 7. Algjör hetja ég fylgist með þér 😀 en mig langar svo að vita hvað eru komnir margir km í hús ?

 8. Hi!
  I’ll see you are going on strong! I’m following you thanks to google translate =)
  Warm hugs from Sweden!

 9. Takk fyrir að deila þessu með okkur á þennan hátt. Það er svo gaman að geta fylgst með þér á hverjum degi! Gangi þér áfram svona vel!

 10. Gott að heyra að þú hafir komist yfir vegginn. Hugsum til þín, vonandi gengur þér áfram vel. Við förum að fara í jólafrí. Fylgjumst með þér samt áfram.

  kv. 9. LA Lindaskóla

 11. Duglega stúlka.
  Ég fylgist með þér daglega og er stolt af þér rétt eins og þjóð þín öll.
  Farðu vel með þig og gangi þér þessi óvenjulega vegferð vel.
  Með hlýju í hjarta og kveðjum frá Patró.

 12. Sæl Vilborg. Ég fylgist með þér á hverjum degi, þó ég þekki þig ekki get ég ekki annað en dáðst ad dugnaði og elju þinni. Þvílíkur nagli ertu 😉
  Gangi þér vel.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *