Tindarnir SJÖ – Frá Vilborgu – 12. maí

Hæhó,

Þá er dagur 3 að baki og við komin í 3400 mys hæð. Dagurinn í dag var mjög krefjandi en við erum búin að vera að hækka okkur  um 600 metra á dag með allar vistir. Erum með um 50-60 kg á mann. Þetta eru mjög krefjandi aðstæður þar sem það er mjög heitt á daginn, mikil sól og útgeislun af jöklinum. Þar sem við erum komin í talsverða hækkun tekur tíma að aðlagast og í gær nánast örmögnuðust tveir af hópnum sem endaði með því að það leið yfir annan. Hins vegar eru allir hressari í dag, tókum okkur hvíldardag til að aðlagast hæðinni. Gott að passa að borða og drekka vel þar sem maður verður einnig fljótt móður í svona mikilli hæð. Á morgun ætlum við að byrja að selflytja búnað upp í næstu búðir.

Bestu kveðjur frá Alaska

——–

Day 3 and we are at 3400 meters (around 11,000 feet) above sea level. It has been very challenging as we have gained elevation of 600 meters each day with all our gear. We have about 50-60 kg’s per person. It is a very demanding as it has been very warm during the day, with lot of sunshine and reflection from the glacier. As we have gained a little over 11,000 feet so far, it is getting more physically and mentally demanding adjusting to a new elevation. Two of our group got strong symptoms of  high altitude sickness and one of them even fainted. However, we are all feeling better today as we take a rest day to better adjust to the higher altitude. Tomorrow we will start getting our gear up to the next camp.

Best regards from Alaska

This Post Has One Comment

  1. Sæl elskuleg,
    Mikið er gott að fá fréttir af ykkur. Hef þó ekki haft áhyggjur ar þér þar sem þú ert ekki ein á ferðinni núna.
    Gangi ykkur úbersúper vel með næstu skref ykkar.
    Bestu kveðjur

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *