Frá Vilborgu á Suðurpólnum – Dagur 16

4. desember 2012

va annar aldeilis frabaer dagur. um hadegi i gaer for ad laegja og haegur vindur verid sidan ta. solin hefur lika skinid skaert svo adstaedur verda varla betri. eg er lika mjog anaegd med halfskinnin og gott ad na sma rennsli i hverju skrefi. eg er buin ad skida 20 km tvo daga i rod og anaegd med tad 🙂 ad lokum langar mig ad senda kvedju til allra starfsmanna lyfju med tokk fyrir studninginn 🙂

— Þessi skilaboð eru send með Iridium Extreme frá Sónar

English version:

WOW, another great day! Around noon, the wind started slowing down and since then, it’s only been a little breeze. The sun has been shining all day so I couldn’t ask for better conditions. I’m very happy about the half-skins underneath my skis as it’s good to get a little sliding in each step.

I’ve traveled 20 km two days in a row and am extremely happy about that 🙂

I want to send special thanks to all the employees at Lyfja for all their support.

This Post Has 14 Comments

 1. Mögnuð ertu Vilborg á hálfskinnunum þarf að fá skýringu á þeim búnaði við tækifæri þegar þú verður kominn heim góða göngudaga frammundan ætla að ganga strikið í Köben þér til samlætis um helgina.

 2. geng um húsið við að laga til fyrir jolinn og hugsa til þín í sól og snjó. Fer svo annars lagið að ganga út í sveit með hundana mína

 3. Magnaðar fréttir elskuleg. Hugurinn er jú alltaf hjá þér. Farðu vel með þig og komdu heil heim.
  Njóttu lífsins – sem ég veit að þú gerir. Sé að veðurguðirnir hafa fundið þig og ég vona að þeir elti þig áfram sem og allar góðu vættirnar.
  Knús og bestu kveðjur.

 4. Ekki að spyrja að kraftinum þú ert ótrúleg a mögnuð allir biðja að heilsa knús frá frænku með ósk um góðan dag

 5. Það var lagið! Vonandi er góða veðrið komið til að vera. Bestu kveðjur héðan að vestan, frá öllum á Brjánslæk.

 6. Sæl. Það er rosalega gaman að fylgjast með göngunni þinni og frásagnirnar þínar eru skemmtilegar. Með þetta viðhorf, hef ég fulla trú á að þú náir takmarkinu þínu og njótir hverrar mínútu á leiðinni þangað.
  Ég hef þó eina spurningu. Þessir 50 dagar sem eru áætlaðir í gönguna, er það bara í aðra áttina? Ef svo er, hvernig verður förinni til baka háttað?

  1. Hæ Margrét, Vilborg ætlar að ganga þessa 1140km að Suðurpólnum sjálfum og áætlar að það taki um það bil 50 daga… þegar á póllinn er kominn verður hún sótt með flugvél og flogið til baka á upphafssstað.

 7. Þekki þig ekki neitt en er samt ótrúlega stolt af þér . Þú ert ótrúleg , you go girl.

 8. Verð bara að kommenta hjá þér. Finnst þú svo mögnuð að leggja upp í þetta ferðalag. Fylgist með þér á hverjum degi! Gangi þér súper vel 🙂

 9. Nú ertu aldeilis komin á skrið að settu marki. Vona að það gangi áfram svona vel!

  Bestu kveðjur,
  Herdís

 10. Sæl Vilborg …Frábært að heyra að hlutirnir gangi vel og veðrið er orðið hliðholt þér ,þú ert alldeilis búin að afreka
  góðan kílómetrafjölda á tveimur dögum þetta er frábær árangur ..
  Í mínum huga og margra annara ert þú hetja dagsins í dag og gangi þér svona vel áfram…með svona jákvæðni og gleði í hjarta ganga
  hlutirnir vel…
  kv frá Hveragerði…

 11. Vá þú ert ekkert smá öflug! Gangi þér sem allra best, kveðja úr rigningunni í Reykjavík.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *