Lífsspor – Áheitasöfnun

Vilborg er nú búin að skíða rúma 220 kílómetra af samtals 1.140 á leið sinni á Suðurpólinn, en hún hóf göngu sína þann 19. nóvember sl. Hún ætlar ekki aðeins að verða fyrsti Íslendingurinn í sögunni til að ganga á Suðurpólinn ein síns liðs, heldur vill hún einnig láta gott af sér leiða og leggja sitt af mörkum til að efla hag þeirra kvenna á Íslandi sem þurfa að leita þjónustu Kvennadeildar Landspítalans. Þess vegna ákvað hún að ýta úr vör söfnunarátakinu Lífsspor sem mun standa yfir á meðan á ferð hennar á Suðurpólinn stendur.

Forráðamenn matvöruverslunarinnar Iceland færðu sl. laugardag Lífsspori eina milljón króna til styrktar Kvennadeild Landspítalans í tilefni af opnun nýrrar verslunar Iceland á Fiskislóð í Reykjavík. Framlag Iceland er söfnuninni mikil hvatning.

Við hvetjum nú alla landsmenn, vinnustaði, saumaklúbba, kvenfélög og starfsmannafélög til að taka sig saman og heita á spor Vilborgar með því að hringja í síma 908 1515 (kr. 1500) eða gefa frjáls framlög á forsíðu www.lifsspor.is en þar er einnig hægt að fylgjast með ferðasögu Vilborgar. http://www.lifsspor.is/blogg/

Margt smátt gerir eitt stórt.

English version:

Vilborg has traveled over 220 km of her 1140 km journey to the South Pole. She will not only be the first Icelandic person to ski solo from the coast of Antarctica to the South Pole unsupported and without resupply, but she will also be using her expedition to raise awareness and funds for the Charity Foundation Líf. Its main objective is to support and strengthen services for  women and their families at the university hospital, Landspítalinn. About Líf.

Last Saturday, the supermarket chain Iceland opened their new branch in Fiskislóð in Reykjavík and announched that they were donating 1 million krónur to the Lífsspor foundation. Their donation is very valuable for the foundation and will hopefully be a big inspiration for others.

We now encourage all of you to participate in Vilborg’s expedition by sponsoring her steps. You can do so by donating through Vilborg’s website  www.lifsspor.is, Áheitasöfnun. There you can also follow Vilborg’s journey through her daily blogs.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *