Frá Vilborgu á Suðurpólnum – Dagur 21

9. desember 2012

haeho. i dag for solin i sma fri, kemur samt vonandi fljott aftur. a timabili var slaemt skyggni svo eg notadi attavita stativid. en tad heldur attavitanum i rettri stodu fyrir framan mig og audveldar mer ad halda stefnu. skyggnid var ordid gott nu undir kvold. i dag skidadi eg 20 km og komst tar med i samtals 310 km. eg var luin i dag og turfti ad nota gildin min til ad na markmidi dagsins. nu er tad austurlenskur kjullarettur i kvoldmat og svo ny skidavika a morg. hvet ykkur til ad vera dugleg i likamsraektinni i vikunni og langar ad lokum ad senda takklaetiskvedju til allra i world class fyrir studninginn. lifssporskvedja fra sudurskautinu

— Þessi skilaboð eru send með Iridium Extreme frá Sónar

Hi there, looks like the sun went on a little vaction.. but hopefully it will come back soon.  The travel conditions were pretty rough throughout the day and in order to keep me on the right track, I used my compass stand which holds the compass right in front of me. At the end of the day, the weather conditions were much better.

I traveled 20 km (12.4 miles) today which means the total distance traveled is now 310 km (192,6 miles). After a long day, I was very tired and had to take full advantage of my core values (positivity, courage and determination) to reach today’s goal.

Tonight’s dinner will be an oriental chicken dish and then a new ski-week will officially start tomorrow morning.

I want to encourage you to keep working out this week and keep posting your daily exercises to our Facebook group Lífsspor. I also want to send special thanks to everyone at World Class for there support.

This Post Has 17 Comments

 1. Sæl Vilborg…þú er nú ekkert smá dugleg 310 km í hús til hamingju með þennar frábæra árangur ,
  Það er nú eins gott að þú ratir rétta leið og áttarviti fari ekki að stríða þér ,
  vonandi færð þú góðan nætursvefn eftir góðan kjúllaréttinn þinn ég hef svo gaman að fylgjast með þér þetta er svo
  meiriháttar sem þú ert að gera fyrir gott málefni alltaf svo jákvæð…
  Þú ert hetja
  kv frá Hveragerði..

  1. hæ Vilborg,

   Dugnaðurinn í þér stelpa, þvílík fyrirmynd ungra kvenna 🙂 Gangi þér áfram rosa rosa vel.

   kv frá Hafnarfirði

 2. Heil og sæl ofurhugi,

  Sendi þér þetta í tilefni dagsins:

  Vertu þakklát fyrir erfiðar stundir,
  því af þeirri reynslu þroskastu.

  Vertu þakklát fyrir takmarkanir þínar,
  því þær gefa þér möguleika á að bæta þig.

  Vertu þakklát fyrir hverja áskorun sem þú færð,
  því þær gefa þér sterkari persónuleika.

  Vertu þakklát fyrir mistök þín,
  því þau gefa þér mikilvæga reynslu.

  Vertu þakklát þegar þú ert þreytt(ur) og lúin(n),
  því þá veistu að þú hefur gert þitt ítrasta.

  Baráttukveðjur,

  Ingrid

 3. Frábært!! Magnað að heyra. Kíki hérna inn á hverjum degi að fylgjast með þér. Stendur þig rosalega vel. Hvíldu þig nú vel og verði þér kjúllinn að góðu 🙂 kv af Norðurlandinu 🙂

 4. Gott að frétta af þér, Jákvæðnin heldur þér við markmiðið þó svo skyggnið sé ekki mikið. Auðvitað ferðu að verða lúin……en þá er það jákvæðnin enn og aftur.
  Þarf að semja betur við veðurguðinn þarna suðurfrá, kannski skilur hann mig ekki………ohhhh., ég reyni samt að tjónka við hann. Heilladísirnar, góðu verndarvættirnar verða vonandi með þér í för áfram og umfram allt farðu vel með þig, þú dýrmæta eintak sem þú ert.
  Knús og bestu kveðjur.

 5. Fylgist spennt með þér á hverjum degi og dáist af afrekum þínum. Finnst það mjög merkilegt verkefni að halda huganum jákvæðum í einverunni og erfiðinu. Er ein af mörgum sem hugsa til þín daglega og hlakka til að fá fréttir af þér. Hvert skref er spor í rétta átt. Sendi hlýjar hugsanir og óskir um gott veður og velgengni.

 6. Hæhó
  Bíðum spennt eftir fréttum af mörgæsum. Við erum líka viss um að það eru til góðir snjóálfar sem fylgja þér. Gangi þér áfram vel. 🙂
  kv. 9. PM

 7. Hæ Villý! Þú ert snillingur og það er geðveikt að fylgjast með þér! Hugsa til þín Xxx

 8. Hæ hæ ég hugsa til þín. Spyr mig er henni kalt á nóttinni? Alskyns spurningar um þig og þína líðan. Þú ert alltaf jákvæð og borubrött. Sérkennilegt að fylgjast með manneskju sem ég þekki ekki en dáist af..Trúlega er stór partur þjóðarinnar að hugsa til þín. Gangi þér allt í haginn duglega ..Langbrókin

 9. Tek undir orð Hallgerðar, það er skrítið að finna sig spennta hvern dag að sjá nýja færslu frá manneskju sem maður þekkir ekki boffs en dáist svo mikið að. Allar erfiðar raunir kenna okkur eitthvað jákvætt, og reynslan er oft það sem styður mann í nýrri vegferð. Gangi þér áfram sem allra best, ég verð áfram ein af mörgum fastakúnnum síðunnar!

 10. Halló Vilborg

  Vorum að velta fyrir okkur hvort við fengjum rauð eða hvít jól, erum viss um að þau verða hvít hjá þér. Gangi þér áfram vel.

  kveðja úr Kópavogi
  9. LA Lindaskóla

 11. Bara rétt að láta þig vita að mér finnst þú ofurdugleg! Hugsa mikið til þín og það fyrsta sem ég geri á hverjum morgni er að tékka á hvað þú hefur sett inn kvöldið áður! Skelltu knúsi á Pólíönnu og Lamba fyrir mig og biddu þau um að knúsa þig til baka : )

 12. Ég fylgist spennt með pistlunum hjá þér. Þetta skotgengur núna!

  Þetta er jafnmikil áskorun sálrænt eins og líkamlega. En þú massar þetta!

 13. Kíki alltaf inn á síðuna þín, þú er alveg ótrúlega dugleg, þegar ég segi frænda þínum (karlinum mínum) frá hverning gangi hjá þér, þá fæ ég þetta svar “auðvita Grafargenið sem engan svíkur kemur henni á leiðarenda” Mamma þín er sko án efa sammála honum 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *