Frá Vilborgu á Suðurpólnum – Dagur 13

1. desember 2012

tad var god stemning a sudurskautinu i dag. tad var grimuvedur og svolitil vindkaeling en madur finnur minna fyrir tvi svona vel klaeddur og alltaf a hreyfingu. steig lika nokkur dansspor i takt vid skuggan minn. nu er tad dinner, sma tonlist og skidastuss…aetla ad setja nytt skinnasystem undir i kvold. skidadi 17.5 km i dag, tetta sma mjakast 🙂 sudurskautsastarkvedja

— Þessi skilaboð eru send með Iridium Extreme frá Sónar

English version:

Hi there! Had fun in Antarctica today. I had to wear my ski mask again due to wind chill, but it hits you less when you are dressed well and always on the move. Was having fun dancing with my shadow today, but now the plan is to have dinner, listen to music and do some work on my skis. Have to put new skins underneath..

Traveled 17.5 km (10.8 miles) today… I’m getting closer… step by step.. :0)

Best regards and Love from Antarctica!

This Post Has 10 Comments

 1. Yndislega gott að fá fréttir af þér svona áður en ég skríð í koju. Það er svo gott að upplifa jákvæðni þína og þrautseigju…..hún er með ólíkindum.
  Ég spjalla meira við veðurguðina og við allar góðar vættir að vernda þig og varðveita……….þetta gerir hópur fólks einnig.
  Bestu kveðjur héðan eftir sjálfan fullveldisdag þjóðar vorrar, mikill hátíðisdagur…..það er allavega 1.des hjá þér ennþá svo þetta er í góðu lagi.

 2. Hnitin stelpa! Hnitin! Flott hjá þér að komst þetta langt í miklum vindi (hefur líkl. farið í 20 m/sek hjá þér í dag), og þá er vindkælingin orðin ansi mikil.

 3. Sæl Vilborg …Alltaf gaman að heyra frá þér hress og kát að vanda
  farin að stíga dansspor það er nú ekki slæmt..
  Í mínum huga ert þú hetja hvers dags að glíma við þetta góða verkefni …
  Gangi þér rosalega vel í dag sem aðra daga og gleðilegan sunnudag…
  kv frá Hverageði…

 4. Það var líka góð stemmning hér í gær 1. desember því að Jóhannes Jónsson og konan hans Guðrún Þórsdóttir færðu Lífsspori eina milljón króna í tilefni af opnun nýrrar verslunnar Iceland á Fiskislóð í Reykjavík. Við Sigga tókum á móti gjöfinni fyrir hönd Lífs. Jóhannes hélt smá tölu og það leyndi sér ekki að hann er mjög stoltur af þínu framtaki sem hann sagði vera einsdæmi í sögu Íslendinga. Hann óskaði þér alls hins besta og sagðist fylgjast grannt með þér.

  Kveðja,

  Ingrid

 5. Hæ hæ Vilborg þvílíkur dugnaður hjá þér það er svo gaman að fylgjast með þér og fjöldi fólks sem spir mann daglega og dáist að þessu hjá þér. Eldriborgarar sem ganga um 8 kílometra bara alla þriðjudaga og svo krakkarnir úr skólunum. Gangi þér rosalega vel mín kæra við erum svo óendanlega stolt af þér kv allir heima.

 6. Þú ert hörku dugleg!

  Gott að vita að það gengur vel, áfram þú!

  kv. Elva Rósa.

 7. …….sé þig fyrir mér í skuggadansinum gangi þér vel duglega frauka

 8. Frábært að fá hnitin og sjá hvað það gengur vel hjá þér Vilborg :O)
  Gangi þér vel!
  Kveðja Rannveig

 9. Hæ hó
  Flott að þú ert farin að hressast. Hefðum viljað sjá skuggadansinn 🙂 Höldum áfram að fylgjast með þér í stærðfræðitímunum.
  kv. 9. PM, Lindaskóla

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *