Frá Vilborgu á Suðurpólnum – Dagur 58
haeho. eg vaknadi hress i morgun, reyndar var matarlystin litil en eg reyndi nu samt ad hafa mig alla vid ad na inn orku. eg var oviss um hvernig mer myndi ganga tegar eg lagdi af stad. en tad gekk nu bara vonum framar og eg skidadi 18.5 km. tad var mjog kalt i dag og vindur beint i fangid c.a. 8-9 ms og tvi mikil vindkaeling. eg a nu eftir 2 daga a skidunum og tad eru um 37 km eftir a polinn. tad er skrytin tilfinning. eg hlakka mikid til ad skoda polstodina og tok med nokkra dollara svo eg gaeti splaest i minjagrip. tad verdur lika mjog svalt ad fa polstimpil i vegabrefid 🙂 eg vil takka ollum teim sem hafa heitid a mig i sofnuninni og hvetja sem flesta til ad taka tatt. lifssporskvedja
— Þessi skilaboð eru send með Iridium Extreme frá Sónar
Enn á ný sýnir þú okkur hvað hægt er að gera með jákvæðri orku að leiðarljósi, það að rífa sig af stað eftir svona yfirhalningu eins og þú fékkst er meira en að segja það. Þvílíkur dugnaður og kraftur sem í þér býr stelpa mín. Mikið verður gott þegar þetta verkefni þitt verður búið og það er mikil tilhlökkun í gangi eftir að þú komir heim.
Farðu nú vel með þig elskuleg og megi allar góðar vættir safnist saman kringum þig, vaki yfir þér og verndi og að veðurguðinn sjái að sér þessa síðustu daga sem þú ert þarna og sýni þér sínar allra bestu hliðar.
Knús til þín ljósið mitt.
Ótrúlegt að fylgjast með þér kæra Vilborg. Þvílíkur kraftur, jákvæðni og þrautseigja sem þú hefur sýnt. Óska þér alls hins besta á lokasprettinum – sendi þér orku og hvatningu í gegnum veraldarvefinn!
Hamingjukveðja
Anna Lóa
Sæl Vilborg….Það er frábræt að heyra að þú ert hress og kát að vanda ,það hlýtur að vera spennandi að vera nærri komin á leiðarenda pólin langþráða …
Í mínum huga ert þú hetja ársins og þetta er algjörlega frábært hjá þér …
Megi allir góðir vættir fylgja þér síðustu metrana ..
Baráttukveðja frá Hveragerði…
Það er svo magnað að fylgjast með þér! Gangi þér rosalega vel með síðustu km.
Vonandi er fólk duglegt að styrkja verkefnið.
Guð veri með þér þú ert ótrúleg hetja.
Baráttukveðja úr Húnaþingi vestra:-)
Gott að þér er farið að líða betur Villý.
Gangi þér vel í dag !
Hlökkum til að lesa í kvöld.
Já nú fara í hönd spennandi tímar, tilhlökkun að ná settu marki, það er svo stutt eftir og þú greinilega með þetta allt á tæru… Ég er ekki síður spenntur , þetta er orðinn fastur punktur í mínu lífi að kíkja á póstinn þinn…. Gangi þér vel þennan stutta spotta.
Gangi þér vel síðustu metrana. Þú algjörlega mögnuð manneskja 🙂
flott stelpa 😉
Gott að heyra að dagurinn gekk vel þrátt fyrir allt 🙂 Spenningurinn að ná hámarki… 37 km eftir !! Það verður ólýsanlega gaman að heyra fréttirnar á MORGUN þegar þú veður komin á Pólinn 😉 Risa knús til þín frænka og gangi þér vel með þessa síðustu kílómetra 🙂
Hvað á ég eiginlega að gera þegar þú hefur náð takmarkinu, að lesa bloggið þitt er orðinn hlutur af daglegri rútínu! Þú verður að halda áfram að blogga og miðla allri þessari hörku og jákvæðni!
Þvílíkt afrek!! Það er búið að vera stórkostlegt að fylgjast með blogginu hjá þér, ótrúleg seigla, og jákvæðnin alltaf í fyrirrúmi. Spenningurinn er orðinn alveg rosalegur, ekki síður hjá okkur sem lesum heldur en þér sem puðar!! Vonandi ertu búin að ná þér vel svo þú getir notið þess að “skokka” þessa kílómetra sem eru í flaggið. Bestu kveðjur frá öllum á Brjánslæk.
jahá… hvað er hægt að segja…. !
Þú ert ótrúleg 🙂
Hérna passar ekki að segja “á morgun segir sá lati”… EN Á MORGUN ER ÞAÐ SUÐURPÓLLINN SjÁLFUR… vúhúúú!
Njóttu þess að skíða síðustu metrana skvís.
Knús á pólinn! 🙂
Ji en yndislegt að lesa svona fréttir í morgunsárið – hugur minn er hjá þér í dag og á morgun svo að skíðagangan gangi sem best! Njóttu stundarinnar sem þú færð á Pólnum og gott gengi síðustu metrana 🙂
Frábært að heyra frá þér. Þú ert góð fyrirmynd Villa.
Baráttukveðjur að vestan fyrir síðasta spölinn.
Ég fæ nú bara í magann af spenningi í hvert sinn sem ég les pistilinn þinn og hugsa til þín. Bíð spennt eftir lestningunni í kvöld. Njóttu síðustu daganna áður en þú kemur til baka í ómenninguna. Baráttu kveðjur að norðan
Hugsaðu þér – risastór sigur rétt handan við hornið!! Þú ert HETJA!!!! Í allri alvöru…. HETJA!!!
Gangi þér hrikalega vel síðasta spölinn. Ég held áfram að senda þér allar góðar hugsanir og krafta fyrir síðustu skrefin.
Ég gæfi mikið fyrir að sjá á þér brosið þegar þú sérð Pólstöðina og þú átt svo sannarlega skilið aðdáun allrar þjóðarinnar fyrir þetta afrek. Takk fyrir góða pistla og gangi þér vel síðustu metrana.
Þú ert frábær. Njóttu síðustu metranna.
Eins og ég hef sagt áður og ætla að ítreka það: Þú er HETJA 🙂
Okkkur finnst þú vera mikil hetja. Gangi þér vel alla leið heim til Íslands.
Er alveg að komast á tár í augun stigið við að lesa bloggið þitt., spennan er orðin svo mikil. Gangi þér vel elskuleg þessa síðustu daga, farðu vel með þig.
Þú ert svo mögnuð. Frábær fyrirmynd og mátt heldur betur vera stolt af sjálfri þér!! Baráttukveðjur fyrir síðustu kílómetrana, gangi vel 🙂
Þú er alveg mögnuð mikið askoti verður gott þegar þú verður búinn að ná Pólnum þá getur maður farið snemma að sofa þarf ekki að hanga á netinu og bíða eftir bloggi frá þér.Þða er búinn að vera mögnuð lesning. Njóttu síðustu metrana á Pólin þú stendur það af þér að fá stimpilinn.
Segi það með þér Grétar, hef verið svefnvana í nærri 2 mán. 😉 . Vegabréfið verður flott hjá henni, fáir sem hafa þannig stimpil í sínu vegabréfi.
Sæl, snillingur og einstaklega gaman að fylgjast með þér. Gangi þér vel síðastu km. Búin að leggja söfnunni lið.
Ofurkona – er orðið sem að mér dettur í hug þegar ég les bloggið þitt. Eitt er að láta sér detta í hug og annað að framkvæma……….þú greinilega framkvæmir:) Góða skemmtun á Pólnum og gangi þér vel síðasta spölinn í þessari törn.
Áfram Arna Stjarna – ég get ekki lýst því í orðum hvað mér finnst þú mögnuð!!!
Kæra Vilborg!
Gangi þér allt í haginn á seinasta leggnum…þetta er búið að vera þvílikt ævintýri að fylgjast með þér… Er viss um að nýja árið færir þér ótal tækifæri og óvænt ævintýri. Knús 😉
Þú ert töffari
Þvílíkur snillingur sem þú ert! Gangi þér vel og þúsund þakkir fyrir það sem þú ert að gera. Superwoman!
Bíð spennt eftir fréttum á morgun ofurstelpan mín hafðu það gott síðustu nóttina hlakka mikið til að sjá þig þegar þú kemur og gangi þér vel síðasta spottan
Ofurkona Hetja eru sko klárlega réttu lýsingarnar á þessar bullandi jákvæðu og brosmildu stelpu að fylgjast með henni er bara ólísandi. Elsku Vilborg gott að þú hefur ná þér nokkurnvegin eftir þessa fjárans kveisu megi allir góðir vættir vaka yfir þér öllum stundum og gangi þér mega vel síðasta spottann. Átti að skila kveðju til þin frá eldri borgurum sem ég fer með í göngutúra þau eru svo stolt af þér og einnig krakkarnir sem ég er að keira alla daga. Mikið verður gaman að taka á móti þér þegar þú kemur heim HETJAN OKKAR kveðjur og knús héðan.
Þú ert og hefur verið snillingur síðan ég hef hitt þig í fyrsta skipti – einfaldlega mögnuð stelpa! Njóttu tímans ein með þér þessu síðustu dagana á þessu svæði. Vestfjarða kveðjur suður til þín Villý 🙂