Frá Vilborgu á Suðurpólnum – Dagur 57

14. janúar 2013

haeho. stundum fara dagarnir odruvisi en madur aetlar. eg turfti ad liggja fyrir i dag tar sem eg fekk magakveisu. eg byrjadi ad kasta upp i nott og helt ad tetta vaeri buid en i morgun for allt af stad aftur. eg er komin med matarlyst og er ad byggja mig upp fyrir morgun daginn med mat og drykk. eg nae mer af tessu fljott og vel 🙂 tad eru um 55 km eftir og eg hlakka til ad klara og koma svo heim. kvedja ad sunnan

— Þessi skilaboð eru send með Iridium Extreme frá Sónar

English version:

Hi there – sometimes the days turn out completely different then what you have planned. I had to stay in today and rest as I had some stomach flu. I started throwing up last night and woke up thinking it was over and done with but it started again when I was up.

I have a full appetite now and am working on building up energy for tomorrow with food and drink. I will be fine tomorrow 🙂 There are around 55 kms left and I can’t wait to finish and come home.

Best regards from Antarctica

This Post Has 55 Comments

 1. Ekki gott að þessi kveisa skildi fara að sækja á þig mín kæra en nú er stutt eftir og þú massar þetta eins og enginn væri dagurinn. Gangi þér mega vel MIKLI DUGNAÐAR FORKUR OG eigðu sem besta nótt og megi allir góðir vættir vaka yfir þér og fylgja. Þjóðir er svo stolt af þér sama hvar maður kemur er fólk að tala um HETJUNA Á Suðurpólnum kveðja og knús úr Miðtúninu.

 2. Æ,æ ekki gott, en gangi þér vel að batna ljúfan ( þetta er að ganga hér um slóðir líka ha,aha )
  Farðu vel með þig Vilborg ,þetta mjakast skref fyrir skref. Baráttukveðja frá Merkurslektinu

 3. Hélt að það væri ekki mikið af umgangspestum þarna syðra,þar sem þú ert rétt kominn á pólinn getur það víst verið.Góðar batakveðjur úr Mýrdalum

 4. Þú ert svo mikill nagli – það hálfa væri nóg 😉 Láttu þér batna!

 5. Batakveðjur skvís 🙂 þú tæklar þetta eins og allt annað sem þú tekst á við. Hugurinn er hjá þér á síðustu metrunum, gangi þér úber súber vel. Kær kveðja af litla klakanum

 6. Bestu batakvedjur til tjín, Vilborg mín. Thetta gengur ørugglega fljótt yfir!! Vid fylgjumst med thér! Knús, elsku duglega frænka mín!!

 7. Bara spenningur yfir því að þetta er að verða búð=spennufall…þú ert HETJAN 2013 engin spurning…gangi allt sem allra best þessi fáu skref sem eftir eru.. Megi góðir vættir og Pollíanna fylgja þér á áfangastað..)))

 8. Einn fótinn framfyrir hinn og þetta hefst..
  Þú ert algjör HETJA Vilborg mín, láttu þér batna og farðu vel með þig ..
  Knús :*

 9. Einn, tveir, einn, tveir……. áfram gakk…. þú ert voandi með sterkan maga og nóg af birgðum fyrir þessi síðustu skref.
  Glow með Retro Stefson fær þig til að borsa hringinn og hlakka til heimkomunar.
  Soðin ýsa með hrognum og lifur í kvöldmat er sæla. Styttist í þá snilld.

 10. Bestu kveðjur frá Húsavík.
  Mundu bara að ganga ekki fram af þér, bættu frekar við einum degi.

 11. Kæra Vilborg!
  Þú hristir þetta af þér, er alveg viss um það…hlýtur að vera mjög skrítin tilfinning að vera komin svona nálægt lokatakmarkinu….sendi hlýjar batakveðjur alla leið yfir Atlantshafið að Suðurskautinu. Vonandi nærðu góðum svefni og nærð að hlaða batteríin fyrir lokakaflann 🙂

 12. Úps………..jæja, þetta gengur yfir eins og hvert annað. Örugglega óvelkominn “hvíldardagur”. Sannfærð að þú verður klár eftir augnablik og tætir af stað og skundar í mark………..það verður örugglega yndisleg tilfinning hjá þér.
  Njóttu vel þessara síðustu “metra” sem eftir eru. Þú ert hetjan okkar allra.
  Megi allar góðar vættir fyljga þér oér, vaka yfir þér og vernda og að þær haldi veðurguðnum þarna suðurfrá sem allra bestum.
  Knús til þín og ég hlakka mikið til að þú komir heim.

 13. Sæl Vilborg….æji ekki gott en þú hristir þetta af þér fljótlega ,kannski þarft þú aðeins að hvíla þig en
  nú er aðeins herslumunurinn eftir og ég veit að þú massar það..
  Restin er eins og frá Reykjavík til Selfoss og þá er þetta í höfn..
  Þú ert hetja dagsins í dag og megi allir góðir vættir fylgja þér á leiðarenda skref fyrir skref…
  Baráttukveðjur frá Hveragerði…

 14. Sem betur fer er þetta farið að styttast verulega hjá þér. Láttu þér batna og svo er að seiglast í gegnum rest. Þú klárar þig á því!
  Gangi þér vel.

 15. Þurfti nú svona kveisa að elta þig þarna suðurúr 🙁 Þú hristir þetta af þér – góða skemmtun á lokasprettinum 🙂

 16. Aldrei gott að fá magakveisu en þaran Guð minn góður. Þú hressist vonandi og massar þetta á síðustu 55 km. Gangi þér sem allra allra best, þú ert ótrúleg hetja. Kærleiks og Baráttukveðjur. Jóna Halldóra:-)

 17. Það er náttúrulega hver síðastur að verða veikur á jöklinum!! Vonandi kemstu áfram á fulla ferð á endasprettinum. Ætla samt að vona að þú farir nú ekki að treina þér síðustu kílómetrana neitt umfram þörf……. Bestu kveðjur að vestan frá öllum á Brjánslæk

 18. Þegar ég sá það fyrst í fréttum að þú ætlaðir EIN á Suðurpólinn, var ég alveg viss um að þú gætir það.
  Það voru ekki allir sammála mér.
  Ég á 5 barnabörn og heiti á þig 5.000.- fyrir hvert þeirra þegar þú kemur í MARK :0)
  Ég skora á allar ömmur að gera slíkt hið sama.
  Takk fyrir að leggja svona mikið á þig fyrir góðan málsstað.
  Gangi þér vel að ná takmörkum þínum í framtíðinni.
  Láttu þér batna . þú ert hörkutól.
  Baráttukveðjur. Amma+afi áAkureyi.

 19. Sæl Vilborg
  Við þekkjumst ekkert en ég er búin að fylgjast með frá upphafi og finnst þetta ótrúlegt afrek hjá þér. Hlakka til að fagna með þér í huganum þegar takmarkinu verður náð. Vonandi hristir þú af þér þessa pest. Gangi þér vel!
  kveðja
  Soffía

 20. Bara eftir sem samsvarar Selfoss – Reykjvvík – hvað ég væri ánægð með mig ef mér tækist bara að “spretta” þá vegalengd á skíðum:-) Batakveðjur til þín ekki gaman að ´kljást við magakveistu þessa síðustu daga en Pollýana mundi segja að það jákvæða við það væri að þú værir þá hress og kát þegar þú kemur á pólinn.

 21. Batakveðjur til þín,eitt skref í einu þá kemur þetta allt saman,gangi þér vel.

 22. Þú ert svo flott og hörð og dugleg… ég hugsa mikið til þín núna á endasprettinum. Knús knús

 23. Þú ert að klára þetta. 🙂 Ótrúlega flott hjá þér og magnað afrek. Markalínan er nánast í augsýn núna. Húrra fyrir þér, þú getur þetta.

 24. Æ ekki gott að heyra frænka, gott að þú sért samt komin með matarlystina það þýðir að þú ert að hressast 🙂 Gangi þér súper vel á lokasprettinum skvís 🙂

 25. Vona svo sannarlega að þú sért orðin hress og komin á fullt skrið í dag … lokatakmarkið svo stutt framundan 🙂 Maður er búin að fylgjast spenntur með þér allan tímann þannig að það liggur við að maður “sjái og finni” sjálfur að Póllinn sé í augsýn. Gangi þér rosa vel með þennan lokasprett 🙂

 26. Batakveðjur á þig dugnaðarforkur .Þú hefur þetta á hörkunni 🙂 Bestu kveðjur til þig og gangi þér sem allra best á síðustu km 🙂

  1. Batakveðjur á þig dugnaðarforkur .Þú hefur þetta á hörkunni 🙂 Bestu kveðjur til þin og gangi þér sem allra best á síðustu km 🙂

 27. Þú getur þetta Vilborg! Vona að þú sért búin að ná upp heilsu og þreki fyrir lokasprettinn. Sendi þér orkustrauma og vona að þú njótir síðustu metranna 😉

 28. Bata – og baráttukveðjur. Stutt eftir af þínu frábæra ferðalagi. Þetta er alveg að koma og mikiið verður gaman fyrir þig að koma í mark og koma heim:-)

 29. Sæl vertu. Við þekkjumst ekki en ég hef fylgst með þér allan tímann og haft mjög gaman af, byrja yfirleitt morgnanna á að kíkja á Vilborgu. Þú ert okkur öllum til sóma, ert það sem menn kalla kvenskörungur mikill. Gangi þér sem allra best þessa síðutu metra. Smá magakveisa stoppar þig ekki.

 30. Vilborg!

  Þú ert að vinna eitt mesta afrek Islenskra kvenna.
  Kveðja ,Einar Stefán.

 31. Ég ætla að segja syni mínum frá þér í kvöld, þú ert þvílík fyrirmynd! Gangi þér vel með síðustu dagana!

 32. Konan vinnur kraftaverk
  í kulda, hríð og slarki.
  Hún er hugrökk, einnig sterk
  hógvær brátt nær marki.

  Vísa eftir Ásgrím Jónasson sem barst L’if.

 33. Var að heita á þig 🙂 finnst þú alveg mögnuð og hlakka til að frétta af þér þegar þú ert komin á leiðarenda. Vonandi ertu búin að jafna þig af kveisunni og getur sett kraft í lokasporin 🙂

  Gangi þér súper vel 🙂

 34. Kæra Vilborg !
  Hugrekki þitt og dugnaður eru aðdáunarverð. Ég hvet þig til dáða og mun fylgjast með þér á lokasprettinum. Baráttukveðjur, Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.

 35. eru máttarvöldin að ganga í lið með veðurguðunum ennég veit að þú lætur þá ekki kúga þig gangi þér vel á lokasprettinum

  égt veit að það getur ekkert stoppað þig meðan báðir fætur eru til staðar baráttu kveðja.

 36. Örugglega svolítið öðruvísi að vera með magakveisu langt frá byggð og ekkert CocaCola við höndina. En eins og allt annað tekur þú þetta á hörkunni og shat af Pollyönnu. Gangi þér vel á lokasprettnum.

 37. Grjot hord. Eg bara tarast vid thad ad hugsa til thin – af gledi og hamingju – fallegt effort. Amundsen hefdi verid stoltur af ther og vid erum thad oll.

  Fyrir hond thjodarinnar…

  Ast og barattukvedjur – og komdu heil heim.

 38. Þú mátt nú ekki vera að fá aðskilnaðarkvíðakast yfir því að vera að yfirgefa suðurpólinn 😀 hehe… Vildi að hægt væri að taka á móti þér á pólnum 😉 En sjáumst bara á gamla góða Fróninu 🙂

 39. Vonandi geturðu legið með volgar tær upp í loft von bráðar og horft á leikina sem strákarnir okkar eru búnir að spila.
  Hér rignir í allar áttir og umferðarteppur eins og hver og einn vill. Ekki fá spennufall strax 🙂 Njóttu kyrrðarinnar þessa kílómetra sem eftir eru – verður flott þegar þú kemur heim og við fáum ferðasöguna!

 40. Þú stendur þig frábærlega vel. Þú ert einstök. Hvað ég er búin að hugsa oft til þín í stressinu hérna á fróni. Gangi þér vel með rest. Ég bíð eftir bókinni, “Sóló á Suðurpól” 😉

 41. þetta stöðvar þig ekki, það hafa allir fengið smá í hveisu en fáir gengið á Suðurpólinn. Við Grænlandsfarar á Hildi 2011 fylgjumst með þér,eins og þjóðin, og sendum bestu kveðjur til þín. Gangi þér vel á loka sprettinum
  Toni og Gummi

 42. Megi allar góðar vættir fyljga þér oér, vaka yfir þér og vernda og að þær haldi veðurguðnum þarna suðurfrá sem allra bestum. Og láttu þér batna sem fyrst og ég veit að þú klárar þetta með style

 43. Elsku Villý
  Nú er líkaminn örugglega að láta þig vita af sér. Gangi þér vel á endasprettinum, ég hugsa til þín oft á dag.
  Farðu nú samt varlega með þig ofurkona.
  Knús yfir hafið.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *