Frá Vilborgu á Suðurpólnum – Dagur 6

24. nóvember 2012

haeho. krefjandi dagur med rifskoflum og tonokkrum vindi. gekk 15 km og var nokkud luin eftir daginn. skaflarnir reyna a baedi kropp og bunad, tvi reyni eg ad kraekja framhja teim staerstu. kvoldmaturinn var godur og stefnir i godan naetursvefn.

— Þessi skilaboð eru send með Iridium Extreme frá Sónar

English version:

Hi there, a challenging day with sastrugis and strong wind. Walked 15 km (9.3 miles) and was a bit exhausted after the day. These irregular ridges of snow formed by the wind, can slow down the process of skiing and are challenging both physically and for the equipment. Therefore I try to pass by the biggest ones. My dinner was very good and it looks like I am going to have a good night sleep tonight.

This Post Has 26 Comments

 1. Þú ert hörkujaxl stelpa mín, mikið er gott að fá svona góðar fréttir af þér. Þú ert svo góð fyrirmynd og þjóð þinni til mikils sóma (ég er mjög stolt af þér). Margir spyrja eftir þér, ungir sem aldnir (vona að þú hafir fengið skilaboðin sem ég sendi þér með kveðjunum).
  Megi allar góðar vættir fylgja þér elskan og vaka yfir þér. Leiðarljósið þitt er svo göfugt og fallegt.
  Ömmu þinni þótti slæmt að geta ekki hvatt þegar þú hringdir til hennar, hún reyndi að hringja eftir að símtalið slitnaði.
  Bestu kveðjur frá okkur öllum.

  1. Þú ert alveg ótrúleg!! Það er spenningur á hverjum morgni að lesa hvernig gangi hjá þér. Megi allir góðir vættir fylgja þér áfram (og Grafargenin koma sér vel, trúi ég).Bestu kveðjur að vestan, frá öllum á Brjánslæk

  2. Sæl Vilborg.
   Ég er einn af þeim sem hef verið að fylgjast með þér undanfarið, það er gaman að sjà dugnaðin í þér, það er alveg hægt að taka undir orð móður
   Þinnar, gangi þér vel, èg hlakka til að lesa Meira frà þér.
   Baráttu kveðjur,
   Borgþór Fr.

 2. Komdu sæl Vilborg.
  Ég heiti Árni og er þér alsendis ókunnugur, en sem útistarmaður til margra ára, vil ég taka ofan fyrir þér. Þessi leiðingur þinn er alvöru og ekki margir sem myndu fylgja í spor þín. Gangi þér sem allra best. Með góðri kveðju úr Hafnarfirði.

 3. Mikið ertu dugleg frænka, megi allar góðar vættir styrkja þig og styðja. bestu kveðjur af Héraði

 4. Þú er mikil hetja Vilborg ,ég fylgist með þér og les skilaboðin frá þér á hverjum degi ,
  ég þekki þíg ekkert en ég þekkji hana mömmu þína vel..
  Vonandi eru þessi skaflar ekki að stríða þér of mikið og láti sig hverfa sem fyrst ,
  er megi allir góðir vættir vaka yfir þér og þinni ferð …
  kveðja frá Hveragerði…

 5. Vonandi nærð þú að sofa vel og rótt.
  Frá einum sem les færslur þínar og dáist að þrautsegju þinni og löngun til að fylgja draum þínum eftir.
  Baráttukveðjur frá norðausturlandi.

 6. Gaman ad fylgjast med ther. Er i nami i DK en kiki samt reglulega a siduna thina og fylgist med 🙂

  Er kannski moguleiki ad thu hendir myndum med faerslunum tinum ?

  Gangi ther vel, og mundu ad thetta er allt i hausnum 🙂

 7. hæ hæ flotta stúlka nú las éga að einhver Halldóra talar um Garafargenin ertu þá skyld Binna í Gröf Eyjamanni ef þú ggetur ekki svarað vill þá einhver þér nákomin gera það. Kær keðja til þin og gangi þér allt í haginn…

  1. Sæl Hallgerður, nei, hún er ekki úr Eyju og ekki skyld Binna í Gröf. Það er verið að tala um Grafargenin = Gröf á Rauðasandi.

 8. Halló…. frábært að fá að fylgjast með ferðinni. Gaman væri að vita hvernig lög þú ert að hlusta á á leiðinni… snæfinnur snjókarl.. eða let it snow… Gangi þér rosalega vel ótrúlega kona sem ert fyrirmynd fyrir alla. Þvílíkt hugrekki..

 9. Halló hressi pólfari, ég og fjölskylda mín óskar þér alls hins besta a ferðum þínum. Við biðjum fyrir þér og vonum að allt gangi að óskum. Þú er hreint út sagt frábær að leggja í svona svaðilför með góðan málstað og ég vil segja hug allra Íslendinga með þér.
  Hlakka til að heyra meira frá þér. Kær kveðja Nonni

 10. vona að þér gangi vel, þú ert hörku dugleg . hlakka til að fylgjast með þér til enda 😀

 11. Það ku vera þannig með gerfitunglamál svona sunnarlega á hnettinum að síminn er bara í smátíma, nk. mín jafnvel, í einu í samb. við hvert tungl og svo getur þurft að bíða í nk mín eftir því næsta. Þannig er ekki hægt að senda myndir sem eru yfirleitt það stór skjöl að ekki næst að senda . Hún var búin að athuga með myndasendingar og þetta var svarið sem hún fékk með það. Það hefði verið fínt að geta sent myndir af t.d. sárum eða meiðslum öðrum svo betur væri hægt að ráðleggja með slík mál.

 12. Þetta er frábært hjá þér ! Ég dáist að þessu verkefni þínu og mun halda áfram að fylgjast með þér.
  Þvílíkt Girlpower !! Vona að allir styðji málstað þinn !

 13. Kæra Vilborg!
  Það er hvetjandi að fylgjast með þér, fyrir það fyrsta er aðdáunarvert að þú sért að setja þessa áskorun á sjálfa þig og leggja góðum málstað lið. Málið er gott og vonandi heita sem flestir á þig…í annan stað ert þú okkur fyrirmynd og hvatning að gera eitthvað, oft erum við svo föst í einhverju fari í lífinu og þurfum að velja liðir, taka kannski ný spor. Mun fylgjast vel með þér. Gangi þér sem best <3

 14. Sæl vertu MAMMA takk fyrir svarið. Þú mátt vera stolt af stelpunni þinni

 15. Ég þekki þig ekkert en mér finnst þú vinna ótrúlegt þrekvirki með þessari göngu og auðvitað styrkja gott málefni í leiðinni…þú átt allt gott skilið og vonandi safnar þú miklu …Íslendingar styrkið gott málefni og heitið á þessa frábæru stelpu …þetta er ótrúleg ganga hjá henni Hallgerði sem fáir geta leikið eftir….

 16. Það er gaman að sjà hvað gengur vel hjà þér og þú allta jafn jà kvæð, ég var að reyna að koma jólaseríunni í stand,mig vantaði aðeins eina peru og var að pirra mig út af því, það mà segja um þig að þú sérst Ice queen of the South Pole sem lætur ekkert slà sig út af laginu. Að lokum, làttu þér batna og hlustaðu á líkamann, þà gengur allt vel.

 17. Säl og blessuð, mikið er gaman að geta fylgst með þessari einstæðu ferð og vera pínulítið þátttakandi í stórkostleg fi ferð, hvernig sem á hana er litið! Þú ert íslenska drottning Suðurskautsins! Gangi þér sem best. Guðni

 18. Sæl Vilborg.
  Við fjölskylda förum inn à síðuna hjà þér nànast à hverjum degi og fylgjumst með þér, það er gaman að sjà hörkuna í þér og óskum þess að allt gangi vel, hlakka til að sjà næstu færslur frà þér.
  Kv, Borgþór.

 19. Sæl Vilborg,
  Gleðilegt Jól og til hamingju með þennan áfang sem þú hefur nàð, við erum með hugan hjà þér þessi jól.
  Hàtíðarkveðjur,
  Borgþór og fjölskylda

 20. Gleðilegt nýtt àr Vilborg og til hamingju með þennan àfanga, það er greinilegt að nýja àrið hjà þér byrjar vel, njóttu þess að vera stödd à nafla alheimsins, kveðja, Borgþór Fr

 21. You go girl..geggjað flott hjá þér og stutt eftir. Þú getur þetta..áfram þú!

 22. Það er skrítið að vera vitni að þessum lokaspretti þessa síðustu daga, það er ekki laust fyrir það að fà svo litinn fiðring í magan svona eins og lítill krakki, þetta er að hafast og njóttu þess að horfa à Pólstjörnuna í kvöld.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *