Skilaboð frá Vilborgu

Fékk óvænt og skemmtilegt símtal frá Vilborgu í gærkvöldi og náðum við að spjalla vel saman. Hljóðið í henni var rosalega gott, henni líður vel og er í mjög góðu standi þrátt fyrir frekar erfiðan dag í gær, þar sem allt virtist ætla að ganga á afturfótunum.

Þar sem það hefur verið mjög skýjað hefur reynst erfiðara að hlaða tæki og tól. Hún bað mig að skila til ykkar að það væri ástæðan fyrir því að “trackerinn” hefur ekki verið að virka sem skyldi. Hún mun þó tékka inn og pósta nýrri færslu um leið og færi gefst.

Það er þó gaman að segja frá því að í lok dagsins í gær hefur Vilborg klárað 98.5 km og mun því ef allt gengur að óskum rjúfa 100 km markið í dag! Áfram stelpan okkar!!!

Hún bað fyrir kveðju til allra og þakkar stuðninginn frá ykkur, sms-in, skilaboðin á lifsspor.is og færslurnar á Lífsspor síðunni á Facebook, sem er algjörlega ómetanlegt fyrir hana og góð hvatning fyrir framhaldið.

Ég vil að lokum hvetja ykkur til að skrá ykkur í Facebook hópinn “Lífsspor – Sóló á suðurpólinn”  og síðan skrá daglega hreyfingu í þessa 50 daga, Vilborgu til stuðnings. Það er einnig hægt að taka þátt i leiðangrinum með henni með því að heita á sporin hennar og þar með leggja ykkar af mörgum til að byggja upp kvenlækningardeild Landspítalans. Hægt er að hringja í 908-1515 og styrkja þannig Líf styrktarfélag um 1500 kr. Einnig er tekið við frjálsum framlögum á heimasíðu Vilborgar, lifsspor.is.

Lára

English version:

Heard from Vilborg last night and got the opportunity to have a good conversation with her. She is feeling good and in good balance despite a rather challenging day yesterday.

Since it has been very cloudy, it has been rather difficult to charge her phone and the tracker. She asked me to let you know that it was the reason for the “tracker” not being up to date. She will however check in as soon as she gets the opportunity to do so.

Yesterday, Vilborg had covered 98.5 kilometers so if everything goes according to plan – she will cross the 100 km milestone today. GO GIRL!!

She asked me to send big thanks to all of you and for all your support, through texts, the comments on her website and through the posts of daily exercises on Lífsspor on Facebook. It means a lot to her and is a big encouragement for the upcoming days.

I want to use the opportunity to encourage you to become a member in our Facebook group, “Lífsspor – Sóló á suðurpólinn”  where we all post daily exercises to support Vilborg during those 50 days she will be in Antarctica. You can also participate in the expedition by sponsoring her steps and by doing so help raise funds to support and strengthen services for women and their families at the university hospital, Landspítalinn. You can call 908-1515 and sponsor 1500 kr or donate through Vilborg’s website, lifsspor.is.

 

 

This Post Has 4 Comments

  1. Ef einhver heyrir í henni, þá má biðja hana um að setja staðsetninguna í sms líka, veit af fólki (ok ,ég 😉 ) sem setur staðsetninguna in á google earth (og líka staðsetninguna hans Aarons )

    Hún stendur sig vel stelpan 😉 Enda ekki við öðru að búast

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *