Frá Vilborgu í Union Glacier Camp
19. janúar 2013
Vilborg var sótt í gær á Suðurpólinn og er nú staðsett í Union Glacier Camp sem eru tjaldbúðir starfræktar af ALE (Antarctic Logistics & Expeditions). Flugið tók um 5 og hálfan tíma og var hún samferða nokkrum skemmtilegum strákum frá Suður-Afríku sem höfðu nýlokið við 10 daga leiðangur á pólinn. Þau fengu öll veglegar móttökur þegar þau komu í tjaldbúðirnar og beið þeirra hátíðarkvöldverður og kampavín.
Veðrið hefur verið frekar slæmt og voru þau mjög heppin að það opnaðist örlítill veðurgluggi á Suðurpólnum, þannig að hægt væri að fljúga með þau yfir í Union Glacier búðirnar. Ef þau hefðu ekki komist í gær, þá hefðu þau jafnvel getað orðið veðurteppt á pólnum í einhverja daga sökum veðurs.
Vilborg var hress og kát og gott í henni hljóðið og bíður hún nú þess að komast með næsta flugi yfir til Chile.
English version:
Vilborg was picked up at the South pole last night and is currently located at the Union Glacier camp. That camps is opererated by ALE (Antarctic Logistics & Expeditions). The flight time was 5.5 hours and she was joined by few guys from South-Africa that has just about finished their 10 day expedition. They received royal reception at the camp with champagne and good dinner.
The weather has been rather bad so they were all lucky to have been able to get a flight from the pole to the camp yesterday. A short break window with decent weather opened up to allow them to fly or they could have been stuck at the pole for few days..
Vilborg sounded great and was feeling very good. She is currently waiting for her flight to Chile.
hlökkum til að fá hana heim í skötustöppuna, kampavín hvað?
Ótrúlegt afrek hjá þér. Til hamingju með þetta stórmerka afrek.