Heillaóskir á Suðurpólinn

Forsætisráðherra sendir Vilborgu Örnu Gissurardóttir eftirfarandi heillaóskir:

Kæra Vilborg.

Ég vil fyrir hönd ríkisstjórnarinnar óskar þér innilega til hamingju með að hafa náð því markmiði sem þú settir þér. Þú hefur sýnt þrautseigju, kjark og æðruleysi við erfiðar aðstæður.

Íslenska þjóðin hefur fylgst grannt með för þinni, afrek þitt er fyrirmynd og hvatning fyrir okkur öll og við samfögnum þér nú þegar þessum stóra áfanga er náð.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.

This Post Has 5 Comments

 1. Innilega til hamingju Vilborg.

  Frábær árangur og gert fyrir góðan málstað. Þú sigraðir þær gríðarlegu erfiðu aðstæður sem þarna eru og ert fyrirmynd annarra Íslendinga sem daglega þurfa að sigrast á léttvægu daglegu lífi. Gangi þér vel á ferðalaginu heim. Þú ert algjör hetja.

  Bestu kveðjur,
  Bjarni Th. Bjarnason

 2. Sæl Vilborg…Ég vil óska þér til hamingju með þitt afrek.
  ég er búin að hafa óendanlega gaman að því að fylgjast með þér og vera vitni að þessum leiðangri þínum…
  Takk fyrir að vera okkar þjóð til sóma…þú er sannkölluð baráttukona og hetja..
  Kveðja frá Hveragerði…

 3. Velkomin a polinn!! Fjordi Islendingur gangandi, fyrsta konan gangandi og fyrsti isl. Einsomul.. Niundi leidangur m. Islendingum a ? Manudum ! Færa þarf til bokar! Kv. T. t

 4. Stórkostlega glæsilegu afreki þínu og þrautagöngu – að sigrast einsömul á Suðurpólnum – var fagnað með því að tileinka þér skákmót okkar í fyrrakvöld sem telft var á meðan þú gekkst síðasta spölinn og það nefnt VILBORGARMÓTIÐ þér til heiðurs og verður árlegur viðburður hér eftir. Þrautsegja þín, ofurþróttur og einbeittur sigurvilji er aðdáunarverður. Afrek þitt unnið í góðgerðarskyni mun lengi í minnum haft og hvetur aðra til dáða. Til hamingju Ísland.
  Gallerý Skák – Einar Ess og félagar

 5. Sæl Vilborg. Innilegar hamingjuóskir með allt – að takast á við stórkostlegt, einstakt og verðugt lifsverkefni og að sigrast á því ! Í mínum augum ertu hetja. Þakka þér fyrir að vera okkur öllum frábær fyrirmynd ! Bestu kveðjur og óskir um góða heimkomu. Helga Jóhannesdóttir

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *