Síðustu sporin..

Vilborg nálgast nú óðfluga sjálfan Suðurpólinn, en hún hóf göngu sína þann 19. nóvember sl. Hún verður þar með fyrsti Íslendingurinn í sögunni til að ganga á Suðurpólinn ein síns liðs.

Hún vill einnig láta gott af sér leiða og leggja sitt af mörkum til að efla hag þeirra kvenna á Íslandi sem þurfa að leita þjónustu Kvennadeildar Landspítalans. Þess vegna ákvað hún að ýta úr vör söfnunarátakinu Lífsspor sem mun standa yfir á meðan á ferð hennar á Suðurpólinn stendur.

Þú getur lagt söfnuninni lið og styrkt síðustu sporin á Suðurpólinn:

1. Senda inn frjáls framlög á forsíðu www.lifsspor.is. Velja upphæð og heita á Vilborgu.

2. Hringja í síma 908 1515 og styrkja málefnið um kr. 1500

3. Millilfæra inn á reikning Lífs, 515-14-411000, kt. 501209-1040 með skýringunni Lífsspor.

Taktu skrefið!

Lífssporskveðja.

This Post Has 25 Comments

 1. Er þetta ekki farið að nálgast ? Spennandi þú duglega kraftakona. Allar góðar vættir fyrlgi þér síðasta spölinn 🙂

 2. er nú farin að hafa áhyggjur af þér. er búin að fylgjast með þér allan tíman. vona að allt sé í lagi:)

 3. Kæra Vilborg!
  Þegar þessar línur eru ritaðar ert þú væntanlega komin á Suðurpólinn eða að detta inn á hann…hvað sem öllu líður, verð að senda þér heillaóskir, bíð spennt að sjá staðfestingu á afrekinu.
  Þakka þér fyrir innleggin þín fram að þessu flotta kona.
  Bestu kveðjur 🙂

  1. Var að heyra í útvarpsfréttum að þú værir kominn á leiðarenda og værir að tjalda. Frábært hjá þér kona góð… og einkunnarorðin þín eru svo falleg, jákvæðni, áræðni og hugrekki. Njóttu áfram ævintýrisins út í ystu æsar…vona að fólk taki nú til við að styrkja þetta málefni enn frekar!
   Bestu kveðjur 🙂

 4. Var að heyra að hún væri komin á leiðarenda :))
  innilega til hamingju Vilborg 😀

 5. Hjartanlega til hamingju með glæsilegt afrek og þrekvirki. Góða heimferð 🙂

 6. Kæra Vippa!
  Innilega til hamingju með að hafa náð takmarkinu, það er auðvitað mikilvægt. Þó mín ástríða í lífinu sé sambærileg, þ.e. útivist, ævintýri og náttúra, þá hef ég ekki sett mér slíkt takmark og þú settir þér með þessum stórbrotnu pól- og jökulgöngur þínar. Enn og aftur hamingjuóskir. Stórkostlegt hjá þér!

 7. Ótrúlega flott hjá þér, til hamingju!! Njóttu nú sturtunnar og að sofa í mjúku rúmi loksins.
  Góða heimferð! 🙂

 8. Innilegar hamingjuóskir með þetta stórkostlega afrek, þvílík hetja sem þú ert. Ég vil svo minna á þetta góða málefni og vona að sem flestir sjái sér fært að styrkja það, þetta er alveg frábært framtak. Góða heimferð og bestu kveðjur úr Skagafirðinum 🙂

 9. INNILEGA TIL HAMINGJU STÓRKOSTLEGT. HAMINGJU OG KÆRLEIKSKVEÐJUR ÞÚ ERT OFURKONA. NJÓTTU VEL:-)

 10. Síðustu daga hafa þessar hendingar leitað á hugann,

  Á mjóum fótleggjum sínum
  koma mennirnir eftir hjarninu
  með fjöll á herðum sér.
  (úr “Vetrardagur” höf. Stefán Hörður Grímsson)
  Innilegar hamingjuóskir með að hafa tekist ætlunarverkið , sigrast á þessari ógurlegu hjarnbreiðu.

 11. Manni skortir orð yfir þessu mikla þrekvirki þínu. INNILEGAR hamingjuóskir með þetta stórfenglega afrek frábæra kona. Það er búið að vera frábært að fá að fylgjast með þér og bíða eftir fréttum frá þér og ekki síst núna á lokasprettinum, refreash takkinn fékk að finna vel fyrir því. Svo ekki sé minnst á jákvæðnina þína og orkuna. Njóttu daganna sem framundan eru og heimkomunnar.
  Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur og þjóðina ert án efa stoltið okkar.

 12. Gæsahúð og gleði yfir mögnuðum árangri elsku Villý – Húrra – húrra – húrra – HÚRRA

 13. Innilega til hamingju með þennan stórkostlega áfanga þú ert algjör hetja njóttu þess að hvíla þig eftir átökin.
  Bestu kveðjur

 14. Hamingjuóskir Íslenska VÍKINGAKONA.Frábært afrek sem seint verður jafnað.

 15. Til hamingju með að vera komin svona sunnarlega. Þetta tókst og á þessum fína tíma. Gott hjá þér.

 16. TIL HAMINGJU!

  “Seier venter den som har alt i orden – hell kaller man det. Nederlag er en absolutt følge for den som har forsømt å ta de nødvendige forholdsregler i tide – uhell kaller men det.” Roald Amundsen 1912

  Engin heppni hjá Vilborgu heldur, – bara yfirvegun og þrautseigja eins og best verður á kosið!

 17. Kæra Vilborg
  Velkomin á leiðarenda og hjartanlega til hamingju með þetta frábæra afrek. Stórkostlegur og aðdáunarverður árangur – þú ert hetja!
  Njóttu Pólsins og eigðu góða ferð heim 🙂

 18. Innilegar hamingjuóskir með glæsilegan árangur. Guð gefi þér góða ferð heim. Bestu kveðjur frá Húsavík

 19. Innilega til hamingju með ótrúlet afrek, kjark og þrautseigju sem allir ættu að taka sér til fyrirmyndar.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *