Screen Shot 2013 01 18 At 10.19.40 AM

Heillaóskir á Suðurpólinn

Forseti Íslands hefur sent Vilborgu Örnu Gissurardóttur eftirfarandi heillaóskir:

„Við Dorrit óskum þér til hamingju með einstakt afrek, árangur einbeitni, kjarks og þjálfunar. Íslendingar samgleðjast þér innilega; erum stolt og glöð.

Þú ert ungu fólki frábær fyrirmynd og ferð þín vekur okkur öll vonandi til aukinnar vitundar um mikilvægi heimskautanna fyrir loftslag jarðar og framtíðarheill mannkyns.“

This Post Has 2 Comments

  1. Komdu sæl Vilborg.

    Ég á varla til orð til að lýsa aðdáun minni og virðingu fyrir afreki þínu sem ég tel vera eitthvert það mesta sem nokkur manneskja getur gert. Að fara í þetta ferðalag aleinn með sjálfum sér lýsir einstöku hugrekki og sjálfsstjórn. Þú hefur með þessu afreki komið þér á spjöld sögunnar sem ein af hetjum norðursins. Til Hamingju!

    Bestu óskir,
    Daníel

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *