Vefsíðan komin í loftið

Vilborg kom við í Netheimi í dag þar sem vefdeildin þar tók á móti henni og rætt var um gerð vefsíðu fyrir leiðangurinn. Úr varð þessi vefur en hugmyndin er að hér verði safnað saman upplýsingum um leiðangurinn ásamt því að fyrirtækjum og einstaklingum verði gefinn kostur á að heita á ferðalagið. Vilborg mun síðan sjálf hafa með sér síma í ferðina sem hún getur notað til að senda stöðuuppfærslur beint á vefinn, svo við hvetjum alla til að fylgjast með ferðalaginu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *