IMG 0900

Mikilvægi næringar og matarræðis

Hæhó,

Ég hef stundum talað um það hvernig ég æfi og undirbý mig fyrir ferðir bæði líkamlega og andlega. Það eru oft mikil átök í gangi og í September var ég komin ansi nálægt ofþjálfun og varð að taka mér smá hvíld frá hefðbundnum æfingum. Eftir smá pásu var ég ferskari en nokkru sinni og klár í slaginn fyrir Carstensz og leið vel allan tímann. Ég ákvað því að hvíla að mestu núna á milli ferða enda bara rétt um þrjár vikur á milli leiðangra.

En ég ákvað að prófa eitt sem ég hafði pælt lengi í og langaði til þess að láta verða af. Hann Gunnlaugur frændi minn og ofurhlaupari hafði talað mikið um ágæti hráfæðis og hvaða jákvæðu áhrif það hefði haft á hann og hlaupaæfingarnar.

Insperuð af hans velgengni hafði ég samband við Gló og langaði til þess að prófa þetta ofurfæði. Starfsmenn Gló tóku mér afskaplega vel og útbjuggu fyrir mig hráfæðispakka sem ég sótti á hverjum degi.  Pokarnir voru vel útilátnir og skammurinn dugar vel allan daginn. Ég meira segja tók með mér nesti í stutta vinnuferð sem ég fór í erlendis.  Fæðið var megin uppistaðan hjá mér og má segja að ég hafi borðað 80% hráfæði á þessu tímabili. Þetta hjálpaði mér líka að halda mig við hollt matarræði því ég er mikið á ferðinni og hef ekki hefðbundinn vinnutíma eða rútínu. Þarna var ég alltaf með hollan og góðan bita við hendina.

Til þess að gefa innsýn í mina reynslu að þá leið mér ofsalega vel þennan tíma. Ég hafði bæði góða og næga orku sem er mjög mikilvægt því þetta var krefjandi timi og mörg verkefni á dagskránni.  Mér fannst ég líka léttari á mér og líkaminn vera hreinni. Við þekkjum flest tilfinninguna þegar við dettum í sukkið og maður verður einhvern veginn “skítugur” að innan.  Ég hef gætt að því hvað ég borða síðan ég fór í ferðalagið og hef forðast brasaðan mat, þungan mat, gosdrykki og snakk eins hefur nammiát verið í lágmarki. Þannig vonast ég til þess að halda áhrifunum af hráfæðinu sem lengst. Ég er líka mjög spennt að sjá hvernig mér á eftir að ganga á fjallinu.

Takk fyrir allt Gló

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *