Brottfarardagur :)

Lokisns er brottfarardagur runnin upp. Síðustu dagar hafa verið strembnir enda að mörgu að huga en það er segin saga að hvar sem ég hef komið hef ég fengið afbragðs þjónustu og viðmót. Nú svo hafa vinirnir hlaupið undir bagga og unnið með mér verkin. Eitt stórt TAKK til allra sem hafa komið að þessu með mér og gert þennan dag að veruleika.

Það vill svo skemmtilega til að brottfarar dagurinn minn er akkurat sá sami og strákanna í Suðurpólsleiðangrinum árið 1998. Það finnst mér virkilega skemmtilegt þar sem bókin úr þeim leiðangri var kveikjan að mínum áhuga á viðfangsefninu.

Kveðjustundin í dag er líka upphaf að næsta áfanga og því er ekki laust við eftirvæntingu þó það sé ekki auðvelt að segja “bless”. Ég hlakka til að heyra frá ykkur á næstu vikum og því sem þið eruð að gera. Ykkar þátttaka er mín besta hvatning. Ég hvet ykkur til þess að skrá ykkur í þennan FB hóp: http://www.facebook.com/groups/383337991743176/  og skrá niður ykkar LÍFs-spor okkur öllum til hvatningar og ánægju.

Enn og aftur – TAKK fyrir alla hjálpina, kveðjur og hvatningu 🙂

 

 

 

This Post Has 4 Comments

  1. Góða ferð og gangi þér vel kæra Vilborg 🙂 Spennandi verður að fylgjast með þér á þessum leiðangri.

  2. Gangi þér allt í haginn. Ég ætla að fylgjast vel með þessu ævintýri þínu. 🙂

  3. Góða ferð og gangi þér vel 😉
    Verður þú með ferðasöguna og allt hér, eða er facebook síða tileinkuð ferðinni?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *