Á ferð og flugi

Eftir kveðjustund við Kvennadeild Landspítalans á föstudaginn flaug ég til London. Það var góð tilfinning að fara í loftið og hefja loksins ferðalagið. Var búin að bíða lengi eftir þessari stund og ferðalagið var orðið raunverulegt. Það var líka spennufall að leggja af stað, margt í gangi síðustu dagana fyrir brottför, útrétta hér og þar, fá hluti í hús, kveðja vini og vandamenn og svo framvegis. Þegar ég settist niður í flugvélinni að þá kveikti ég á Ipodinum og slakaði vel á.

Ég lenti á Gatwick flugvelli en átti pantað hótel rétt við Heathrow þar sem ég held áfram í gegnum þann flugvöll. Mér gekk vel að ferðast með allt dótið en það telur fimm fulla “duffel bags” og einn skíðapoka.  Ég gat vippað þessu öllu á eina kerru og skíðunum á öxlina svo þetta var nú ekki mikið mál. Ég tók rútu á milli flugvalla og svo leigubíl á hótelið. Þegar þangað var komið fékk ég í fangið nokkra skemmtilega pinkla s.s. sérsaumaða svefnpokann minn sem smell passar !

Laugardagur og sunnudagur fóru svo í útréttingar í miðbænum. Hér eru góðar útivistarverslanir og mig vantaði ennþá nokkra hluti sem ég gat útvegað hér. Enn vantar mig þrjá hluti sem ég fæ svo í Punta Arenas.

Í gærkvöldi var svo smá afslöppun og ég splæsti á mig miða á Thriller showið en eins og einhverjir vita held ég mikið upp á Michael Jackson. Það var svo rosalega gaman að ég “moonwalk-aði” alla leiðina á lestarstöðina.

Í dag heldur ferðalagið áfram ég á flug í kvöld til Sao Paulo í Brasilíu og í fyrramálið flýg ég til Santiago í Chile þar sem ég held áfram með innanlandsflugi til Punta. Þetta tekur samtals um 27 klst og ég á því von á að mæta seint á þriðjudagskvöld á hótelið í Punta. Það er því langt ferðalag framundan en spennandi.

Skrifa næst frá Chile !

 

This Post Has 3 Comments

  1. Góða ferð stelpan mín og gangi þér úbersúper vel með þetta allt saman. J’a farangurinn er mikill sem þú þarft að draga á eftir þér og þú munt massa þetta alveg með þínum ofurkrafti sem þú ert stútfull af.

  2. Sè tig alveg í anda moonwalkandi he he . Góda ferd Vilborg min’ hèr fylgjast sko allir vel med. Bestu kvedjur af skaganum 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *