Mörgæsir og fleira skemmtilegt í Punta

Ég er ennþá í Punta þar sem flugskilyrði eru enn óhagstæð fyrir Suðurskautið. Þegar ég var yngri þótti mér skemmtilegast í heiminum að vera veðurteppt hjá ömmu minni og afa á Patrekstfirði – sérstaklega ef það þýddi enginn skóli 🙂   Ég hef notað tímann síðustu daga til að skoða mig um hér í bænum og reyni jafnan að taka langa göngutúra meðfram ströndinni á góðu skriði til þess að halda mér við – strákarnir í Retro Stefson hafa haldið mér við efnið með sinni mögnuðu tónlist.

Í gær fór ég svo í bátsferð til Isla Magdalena til þess að skoða mörgæsir. Það var alveg magnað en mig hefur alltaf langað til þess að sjá þessi dýr. Ferðin var frábær í allastaði og góð leiðsögn í boði. Ég tók helling af myndum og hér er smá sýnishorn: http://www.facebook.com/media/set/?set=a.10151241405798817.470728.828053816&type=1

Annað skemmtilegt atvik átti sér stað í fyrradag. Ég fór í apótekið til þess að kaupa járn til inntöku. Spænskan mín er ekki upp á marga fiska svo ég bað um enskumælandi afgreiðslumann. Jú, það stóð ekkert á því og áður en ég vissi var einn starfsmaður og tveir viðskiptavinir farnir að aðstoða í málinu. Ég reyndi að útskýra eins vel og ég gat að ég væri að leita að járni til inntöku til þess að koma í veg fyrir járnskort. Jú fólkið horfði á mig og var alveg með á nótunum. Ég fékk í hendurnar þennan fína pakka sem mér leist svona vel á – enda handviss að þetta væri rétta varan.  Nú ég borgaði með bros á vör og hélt mína leið.   Nú eins og kannski einhverjir vita er ég búin að borða ansi mikið síðustu vikur með tilheyrandi þyngdaraukninu – maginn aðeins orðinn framstæður og svona.  Sumsé pakkinn sem ég fékk í hendurnar var alls ekki járn heldur óléttuvítamín 🙂 hahahahah ég hélt ég myndi kafna úr hlátri þegar ég áttaði mig á þessu.  Og með aðstoð frænku minnar og google translate fékk ég á endanum réttu vöruna, en afgreiðslukonan var samt alveg á því að ég ætti að taka hitt vítamínið líka 🙂

Það er gott að hafa eitthvað til að brosa yfir 🙂

 

This Post Has 5 Comments

  1. Hurðu, hvurnig var með google translatið sem ég smsaði á þig? Það var ekkert um óléttuvítamín!

  2. Hópur barna í umhverfismennt á leikskólanum Heklukoti á Hellu ætlar að fylgjast með ævintýrum þínum 🙂 Gangi þér allt í haginn!!!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *