Frá Vilborgu á Suðurpólnum – Dagur 14

2. desember 2012

tessi skidadagur var adeins styttri en vanalega. var ekki komin a skidin fyrr en um hadegi en tad var ekkert helgartjill i gangi heldur turfti eg ad graeja skinnavinnuna i morgun tar sem epoxylimid var of kalt i gaer. i morgun var tvi klippt, limt, borad og skrufad og halfskinn komin undir skidin sem tydir ad nu nae eg sma rennsli i hverju skrefi. tad bles vel i nott og annar sledinn nanast kominn a kaf svo eg byrjadi a ad moka hann up. nadi ad skida 10.8 km. mig langar ad senda 66 nordur kvedju m tokk fyrir tennan frabaera fatnad og studning. blasturskvedja fra sudurskautinu

— Þessi skilaboð eru send með Iridium Extreme frá Sónar

English version:

Today was a little shorter than usual, started skiing around noon so no weekend relaxing going on. I had to work on fixing the skins underneath my skis this morning as the epoxy-glue was too cold last night.

So I fixed all that this morning, did some drilling and cut and glued the skin so now I have skins under half my skis which means I can get more sliding in each step. It was very windy last night and one of my sled was almost covered in snow when I woke up. I traveled 10.8 km (6.7 miles) in 6 hours.

I want to send special thanks to my friends at 66° Norður for amazing clothing and for all their support.

Windy regards from Antarctica.

This Post Has 15 Comments

 1. Er búin að fylgjast með þér nánast daglega. Þú er hörkutól og barátta þín við náttúruöflin og sjálfa þig eru öðrum hvatning.
  Hlakka til að hitta þig þegar þú lendir aftur hinumegin á hnettinum. Kermur að skjóta með okkur Eygló, það er algjört möst!
  Áfram áfram einn gleðipinni bíður þín í Reykjavíkinni.

 2. þú ferð þá sum sé að fljúga áfram 😉 Sá að það blés hressilega, eiginilega ansi mikið, á hann Aaron, sem er rétt vestan við þig og líkl. um 20 km fyrir framan þig. Gangi þér sem allra best.

 3. þú ert hörkujaxl snúllan mín kæra. Gangi þér (og skíiðist) sem allra, allra best og lengst og megi allar góðar vættir vaka yfir þér og vernda. Þarf að rabba aðeins betur við veðurguðinn (sennilega er ekki of gott samband við hann þarna suðurfrá).

  Knús og bestu kveðjur.

 4. Langaði bara að senda þér smá papp, fylgist með þér á hverjum degi og bíð spennt að heyra hvernig hefur gengið. Finnst þú standa þig ótrúlega vel – mögnuð kona.

  Kv. Elín

 5. Elsku Vilborg, 1000 rokkstig frá mér, þú ert algjör hetja. Hugsa til þín á hverjum degi og vona að Bræðslulagið okkar hafi fengið að fylgja með á ipodnum til að stytta þér stundir 😉

 6. Sæl Vilborg …þú er nú alldeilist mögnuð að takast á við veðurguðina þarna ,í mínum huga ert þú hetja dagsins í dag
  og vonandi gengur vel hjá þér áfram ,vonandi skíðar þú frammúr ameríkumanninum fljótlega ….
  Baráttu kveðjur til þín og gangi þér rosalega vel í framhaldinu og negi allir góðir vættir fylgja þér…
  kv frá Hveragerði..

 7. Magnað að fylgjast með þér, ótrúleg seigla og kraftur. Gangi þér sem allra best, mun fylgjast spennt með!

 8. Hæ hæ var að hlusta á viðtalið við þíg í TV flotta mikið ertu seig, ég hafði ekki hugleitt sprungurnar drotttin minn dýri. Gangi þér vel duglega

 9. Flott í sjónvarpsviðtalinu !!!
  Megi þér ganga súper vel með framhaldið 🙂
  Frænkuorka til þín.

 10. Ætlum að fylgjast með þér þangað til þú kemst á leiðarenda. Erum rosa spenntar að heyra öll ævintýrin frá Suðurpólnum. Ef þú hittir einhverjar mörgæsir að þá biðjum við að heilsa :-). Ætlum að læra eitthvað nýtt um Suðurpólinn á hverjum degi og vera extra duglegar í skólanum og íþróttum. Gangi þér extra vel í kuldanum og við hugsum hlýtt til þín úr Garðabænum.

  Kær kveðja,… Margrét og Bríet 🙂

 11. Heil og sæl Vilborg
  Okkur finnst þú ótrúlega hugrökk að vera þarna ein. Fylgjumst með þér.
  Gangi þér vel.

  kv. 9. LA Lindaskóla

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *