Vinson Base Camp

Hæhó,

Við erum búin að vera í Vinson Base Camp síðan að kvöldi 25. desember. Á morgun fljúgum við vonandi til Union Glacier. Ég var lúin í gær svo ég notaði tímann til að hvíla mig. Í dag fórum við í skíðaferð til að stytta okkur stundirnar. Maaaan hvað það var gaman. Við skinnuðum upp á fjall sem er hér nálægt og skíðuðum svo niður. Ég var í fjallaskónum mínum svo stíllinn var fyndinn. En allt hafðist þetta og allir agalega glaðir.

Með fjallakveðju frá Suðurskautinu.

———-

English version:

Hi there,

We have been at the Vinson Base Camp since December 25th. Hopefully, we will fly tomorrow to Union Glacier. I was exhausted yesterday so I used the time to rest. Today, we headed for a little ski trip to a mountain close by. We had way too much fun there. We used skins to go up and then skied down. I was wearing my mountain shoes so my style was rather funny. But it all worked out and we had a great time.

Mountain regards from Antarctica.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *