10428511 10152973092013817 3970320916804859053 N

Langþráður Toppadagur

Hæhó,

Langþráður toppadagur loksins runninn upp! Það var kalt og hvasst framan af en náðum tindinum um kl 14:15 að staðartíma í góðu veðri. Ég gekk upp með fimm Norðmönnum og átti að mestu góðan dag fyrir utan kafla í traversunni. Æðislegt að vera búin að ná þessum tindi þar sem biðin var löng og óvissan nokkur.

Sérstakar kveðjur sendi ég til ferðafélaganna sem ég saknaði mikið í dag. Ég er svo komin aftur niður í efstu búðir, held áfram niður í grunnbúðir á morgun og svo út úr þjóðgarðinum á fimmtudaginn.

Bestu kveðjur frá Aconcagua,

Vilborg

———-

English version:

Hi there,

I reached the summit at 2:15 local time today, after a long and challenging journey so far. It was cold and windy at first but at the summit the weather had cleared up. I was accompanied with five Norwegians and had mostly a good day aside for parts of the traverse. It is a great feeling to have completed this summit as the waiting and uncertainty has played a substantial role in this expedition.

I want to send special greetings to my team that I missed a lot today and wished they could have been here with me. I am currently located in the highest camp, will descend down to the base camp tomorrow and then leave the Aconcagua National Park on Thursday.

Best regards from Aconcagua,

Vilborg

This Post Has 8 Comments

  1. Glæsilegt! Gott að þú gast klárað toppinn. Þessi ferð hefur samt verið lærdómsrík fyrir alla sem fylgjast með þér. Hingað til hefur nefnilega allt gengið nokkuð áfallalaust og þú lætur þetta líta út fyrir að vera svo létt. Ferðasaga hópsins sýnir hins vegar að há fjöll eru ekkert lamb að leika sér við og minnir okkur á, umfram allt, að maður verður að njóta útivistarinnar og fjallsins en ekki að einblína á að sigra það. – En það er nú bara fyrir okkur “mere mortals”, þú ferð auðvitað létt með þetta… 🙂
    Góða ferð heim!

  2. Congratulations Villa! Sorry to miss you in Antarctica due to the delay of the group I was with. You are having a great run. Hope to see you in Nepal. Ciao, Mike

  3. Glæsilegur árangur Vilborg Arna!
    Takk fyrir að leyfa okkur hinum að fylgjast svona með.

  4. Glæsilegur árangur, til hamingju með toppinn. Bestu kveðjur úr vestrinu. Hadda

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *