Frá Vilborgu á Suðurpólnum – Dagur 40

28. desember 2012

haeho. tad gekk vel i dag og eg nadiad jafna miga vokvaskortinum sem var ad plaga mig i gaer. tad komu 30 km i hus i dag og a medan eg var ad skida velti eg fyrir mer aramotaheitum. numer 1 hja mer verdur ad eyda meiri tima med vinum og fjolsk. eg er buin ad vera mikid i burtu og hlakka mikid til ad baedi sprella og slappa af med godra vina hopi. svo aetla eg ad velja ed annad tengt hreyfingu og lifstil en a eftir ad paela tad betur. ad lokum langar mig til ad senda everest takklaetiskvedju en teir sau um skidamalin fyrir mig. aetla ekki allir ad vera duglegir ad nota skidaseasonid? lifssporskvedja

— Þessi skilaboð eru send með Iridium Extreme frá Sónar

English version:

Hi there,  today was a good day as I managed to get over the dehydration that was bothering me yesterday. I traveled 30 kms today and while I was skiing I was wondering what I should set as new year’s resolutions. Number 1: spend more time with my friends and family. I’ve been away a lot and look forward to spending time doing fun things and relaxing with my good friends. Number 2: Figure out what I want to do as far as exercising and career wise but that requires better planing. I want to send special thanks to Everest but they are experts in and helped me with my skis. I’m counting on all of you to use well the ski season ;0)

Best regards from Antarctica.

This Post Has 18 Comments

 1. Frábærar frétttir Eygló er farinn að skjálfa fyrir áramótin kominn snjór á Selfossi og spáir frosti. Væri nær hjá henni að panta gistingu á Geirlandi.

 2. Glæsilegt gengi hjá þér Vilborg – gott að heyra að þú ert að hlusta á kroppinn og hvað hann þarf til að heilsast vel. Gangi þér Mikið vel með áframhaldið…nú styttast leiðarlok hjá þér með hverjum km og hverjum degi. Láttu þér líða sem allra best í hjarta, líkama og sál. Líst vel á áramótaheitin þín – þú munt án efa uppfylla þau með gleði í hjarta.

 3. Sæl Vilborg…Gott að allt gengur vel hjá þér og alltaf gaman að heyra hvað þú ert jákvæð og hress ,
  Í mínum huga ert þú hetja dagsins og það stittist óðfluga í markið 30 km eru snild…
  Megi allir góðir vættir fylgja þér á leiðarenda…
  Baráttukveðjur frá Hveragerði…

 4. Stelpuskottið mitt, mikið er gott að sjá (heyra) alla jákvæðnina sem þú smitar út frá þér………….það er nefnilega betra og miklu léttara að ógleymdu hvað það er skemmtilegt að hafa jákvæðnina sem ferðafélaga gegnum lífið. Þrautseigja þín er með ólíkindum. Ég er svo stolt yfir að hafa gengið með þig og fætt þig í þennan heim……..restin er þín. Nú er “litli” bróðir þinn 25 ára í dag og því merkisdagur í lífinu okkar……þú beiðst hans með óþreyju mikilli og sagðir svo þegar þú sást hann “Mér þykir nú samt vænt um þig þó þú sért ekki stelpa”.
  Það er svo gaman að sjá að nú er farið að styttast verulega í markið þitt og í raun svo ótrúlega stutt eftir. Þú átt eftir innan við vegalengdina Reykjavík – Patreksfjörður, kannski að Kleifaheiðinni. Magnað ævintýr hjá þér.
  Megi allar góðar vættir flykkjast kringum þig, vaka yfir þér og vernda og svo vona ég að kátínan í veðurguðinum haldist áfram……..hann þarf jú að hugsa um 2 pólfara þarna.

  Knús og bestu kveðjur.

 5. Vá, þú ert svo dugleg. Þú kennir manni svo sannarlega að skoða hlutina með opnari huga og ef maður ætti að hætta að efast um sjálfan sig þá er það núna! Þú sýnir það og sannar að það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi og ég kem til með að drekka í mig jákvæðni þína eins lengi og hægt er. Ég hugsa til þín á hverjum degi og hlakka svo til að sjá þig þegar þú kemur til baka, hvort sem það verður í sjónvarpinu eða eigin persónu. Ég kveikti á gáfnaljósi fyrir þig og sendi þér strauma 🙂

 6. Frábært hjá þér! 30km dagleið er magnað. Það er búið að vera svo gaman að fylgjast með póstunum þínum hérna, og fá að fylgjast með þessu ævintýri 🙂 Verður geggjað þegar þú nærð á pólinn! Bestu kveðjur úr vetrarríkinu á norðurlandi 😉

 7. Ég áður sagt að þú ert frábær, já það ertu svo sannarlega, hugrökk, áræðin og einstök. Gangi þér sem allra best á öllum sviðum.
  Áfram hugrakka, metnaðarfulla stúlka, stolt okkar Íslendinga allra. Kv. Jón Sveinsson

 8. Ég var bara að hugsa: ég skrifaði bækurnar Gæfuspor og Orðspor, það var þægileg innivinna. En þú skrifar þín Lífsspor á Suðurpólnum, það er mögnuð útivinna! Afrek þitt er gott viðmið fyrir mig, því öll hreyfing verður létt fyrir mig í samanburði. Takk fyrir, kv. gh

 9. Arkaði nokkra km í dag í snjó til að sækja bílinn minn sem ég skildi eftir í gær sökum veðurs. Var hugsað til þín þegar að ég arkaði í ófæru og snjónum þessa “örfáu” km í ,75 mínútur. Þú ert sannkölluð ofurkona, þar er alveg á hreinu. Ekki spurning i mínum huga að styðja þig í huganum og í verki.

  You go girl!

 10. Tíminn flýgur, allt í einu ertu komin á dag 41.
  Hlökkum til að sjá þig þegar þú kemur eftir þessa ævintýrareisu.
  Við bíðum eftir færslu dagsins í dag og hlökkum til að vita hvernig allt gekk í dag.
  Bestu kveðjur héðan elsku Villý,

 11. Þú ert ótrúleg hetja Vilborg! Í kvöld var valinn íþróttarmaður ársins (Aron Pálmarsson). Ég get ekki fundið upp titillinn sem þú ættir að bera, þú ert ótrúleg afrekskona!!! Gangi þér sem allra best & njóttu – & skemmtu þér vel :))

 12. Hæ snillingur! Vá hvað mér líst vel á þetta áramótaheit sko ég get ekki beðið eftir að fá þig heim! Þú ert samt alveg að verða búin og vá hvað þú ert að rústa þessum gæja þarna, var hann sem sagt ekki sætur? 😉
  Gangi þér allt í haginn á síðustu metrunum meistari og sé þig innan skamms 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *