Frá Vilborgu á Suðurpólnum – Dagur 41

29. desember 2012

haeho. tad var krefjandi dagur i dag. frekar kalt, talsverd haekkun og kaflar med sastrugi af staerri gerdinni. eg skidadi 25 km og var pinu luin eftir daginn. tad er haekkun framundan svo eg byst vid ad naestu dagar verdi svipadir. eg er nu i 2050 mys og a eftir rumlega 700 m i haesta punkt. mig langar ad senda alveg serstaka kvedju i dag til saema “litla” brodur sem er 25 ara i dag. vildi ad vid vaerum ad fagna saman en vid gerum eitthvad skemmtilegt tegar eg kem heim 😉 annars er allt gott ad fretta og mer lidur vel. minni svo a aheitasofnunina en eg er med mjog gott aramotaaheit 🙂 lifssporskvedja

— Þessi skilaboð eru send með Iridium Extreme frá Sónar

English version:

Hi there, it was a challenging day today. It was cold and the elevation gain was significant and large sastrugis on my way. I traveled 25 kms and was a little tired afterwards. It is some more elevation gain in the next few days so I’m expecting those days to be similar to today. I’m currently at 2050 meters over sea level and have left 700 meters to the highest point.

I want to send a special birthday wishes to Sæmi, my “little” brother. He is 25 years old today. I wish I was at home so we could celebrate together but we will doing something fun when I get home. I’m doing good and am feeling well. I want to remind you to sponsor my steps by donating to Lifsspor and help raise awareness and funds for the Charity Foundation Líf. Its main objective is to support and strengthen services for  women and their families at the university hospital, Landspítalinn.

This Post Has 12 Comments

 1. Flott hjá þér stelpa 😉 Til hamingju með Sæma litla bróður. Man enn eftir því þegar þú máttir loksisn segja okkur fyrir vestan (þú varst þá hjá afa og ömmu þinni) að það væri fjölgunarvon hjá ykkur ;). Þú hafðir getað þagað um það lengi lengi þó þig hafi dauðlangað til að segja frá. Geri ráð fyrir að þeir sem trítla á Suðurpólinn eigi ekki erfitt með að þegja 😉 . Nú eru 348 km eftir, og með sama áframhaldi veðurðu komin á leiðarenda eftir c a 2 vikur. Hlökkum til að sjá þig og borð a með þér skötustöppu ;).

 2. Hér er fjölskylduparti og mikið spilað beðið eftir fréttum af frænku farið á barnaball með Tinnu Dís og bara fullt að gera margir gestir flestir frá Asíu allir biðja að skila kveðju og skála fyrir þér risa knús á þig

 3. snillingur…áfram þú og ég er sannfærð um að fólk er duglegt að leggja inn áheit á lífsspor…mitt framlag í sporin fór í hús á fullu tungli 28 DES…hvíldu þig vel og svo vona ég að þér gangi mikið vel að ganga upp í móti á morgun.

 4. Það þarf ekki að spyrja að því………..krafturinn í þér stelpuskottið mitt er hreint ótrúlegur. Þú ert alveg þrælmögnuð.
  Já, hún Eygló rifjar upp þegar þú máttir segja frá leyndarmálinu……..hehehehehe, það var hreint með ólíkindum hve vel þér tókst að varðveita það, á varstu rúmlega 7 ára hnáta. Haltu áfram að vera þessi fallega, góða og trygga stelpa.
  Farðu vel með þig.
  Vona að góðu vættirnar haldi áfram að hópast saman kringum þig og vaki yfir þér og verndi þig. Vona líka að veðurguðinn verði áfram í góðu skapi.
  Knús til þín mín kæra.

 5. Það fyrsta sem flaug í gegnum huga minn var: When the going gets tough, the tough get going. Þetta á svo sannarlega við um þig. Gangi þér áfram vel, við munum skála fyrir þér annað kvöld.

 6. Hæ elsku Vilborg! Mikið er gaman að fylgjast með þér, ég kíki hér inn á hverjum degi og reyni að senda þér orkustrauma í hvert sinn sem ég fer upp á fjall eða út að labba eða í ræktina 😉 Ég hlakka til að hitta þig á nýju ári!! Orkubombukveðjur frá klakanum.

 7. Sæl Vilborg….Frábært að heyra að það gengur vel ,og ekkert smá mikil seigla í þér alla daga …
  Nú fer þetta að styttast og ég var að ýminda mér að þú værir að labba niður ámóti en svo er víst ekki …
  Til lukku með 25 km þína í dag og megi allir góðir vættir fylgja þér í dag sem aðra daga …
  Í mínum huga ert þú hetja og finnst mér þetta framtak þitt sýna hvaða maneskju þú hefur að geima…
  Baráttukveðjur frá Hveragerði….

 8. Dugnaðarforkur! Finnst þessi orð eiga vel við þig núna …..hamingjusamur einstaklingur býr ekki við ákveðnar aðstæður heldur að ákveðinni afstöðu! Gangi þér vel með síðasta hlutann, ég var beðin um að senda þér góðar kveðjur frá starfsfólki bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar. Kveðja Magnea

 9. Sæl Vilborg. Þvilik þrautseigja, hugrekki og seigla! Þu ert frabær. Gangi þer vel alla leið heim. kv. Hlin

 10. Þú ert ótrúleg kona. Það krefst ómælst hugrekkis og elju að leggja af stað í svona verkefni. Farðu varlega og gangi þér vel á lokasprettinum.

 11. STutt á TOPPINN…heimferðin er ávallt greið..)) ..heimsins bestu Vættir fylgja þér á leiðarendann hratt og vel..hlakka til að hlusta á þig í viðtölum ..lesa greinar… en síst að þú komir til baka jafn hress og þú ert í dag..)) pollýönnu kveðjur jóna

 12. STutt á TOPPINN…heimferðin er ávallt greið..)) ..heimsins bestu Vættir fylgja þér á leiðarendann hratt og vel..hlakka til að hlusta á þig í viðtölum ..lesa greinar… en mest að þú komir til baka jafn hress og þú ert í dag..)) pollýönnu kveðjur jóna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *