Frá Vilborgu á Suðurpólnum – Dagur 42

30. desember 2012

haeho. tetta var massivur skidadagur en jafnframt er eg ofbodslega glod. eg skidadi nefnilega yfir a 87 breiddargradu og sidasta thridjung leidarinnar. tad eru um 330 km eftir og eg er ad reikna med ca 13 dogum ad markmidinu. vindurinn hafdi haegt um sig i dag og tvi var ekki eins kalt, tad var mjog notalegt. faerid var erfitt skaflakaflarnir hafa verid langir og med frekar storum skoflum sem liggja thvert a stefnu mina auk tess eru brekkur og haekkun. en tetta hefst allt saman a seiglunni. eg nadi 25 km i hus i dag og var nokkud luin eftir tad en glod. ad lokum langar mig ad senda takklaetiskvedju til gopro a islandi m tokk fyrir studninginn. njotid svo sidasta dag arsins 🙂 kvedja ad sunnan

— Þessi skilaboð eru send með Iridium Extreme frá Sónar

English version:

Hi there. Massive ski-day behind but at the same time I’m extremely happy. I reached another milestone as I crossed the 87th latitute and the last third of my journey. I have about 330 km left and have estimated that I have about 13 days left to the final goal. Slow wind today and as a result not as cold. That was nice but the travel condition were rather challenging with long and high sastrugis that are perpendicular to my direction. There are also steep hills and some elevation gain which makes it more challenging, but when “the going gets tough, the tough get going” 😉 I traveled 25 kms today and was tired but very happy.

I want to send special thanks to GoPro Iceland for all their support.

Enjoy the last day of the year. Best regards from the south 🙂

This Post Has 16 Comments

 1. Alltaf gaman að lesa bloggin þín 🙂
  Tímin líður ekkert smá hratt, vona að síðustu dagarnir verða þér góðir og að þú hafir það rosalega gott!
  Hafðu það gott yfir áramótin 🙂
  Bestu kveðjur frá klakanum

 2. Búin að fylgjast með þér á hverjum degi, þú ert ekkert smá dugleg og mikil fyrirmynd, hlakka til að fylgjast með lokasprettinum hjá þér. Gangi þér ótrúlega vel og gleðilegt nýtt ár.

  Kv. Elín

 3. Aldeilis flott hjá þér. Svona til að láta þig vita af því þá er flug frá Suðurpólnum til Punta Arenas þann 16. jan., svo þú hefur ágætan tíma 😉

 4. Hef fylgst með þér frá byrjun. Á hverjum degi. Undarlegt þol og þrautsegja ungrar konu. Dáist að úthaldi þínu og rosalegum aga. Núna þegar fer fljótlega að halla undan fæti óska ég þér alls hins besta sem aldrei fyr. Vona að tilhugsunin við endamarkið veiti þér nægilregan kraft til að klára þetta stórkostlega verkefni. Þú ert algjör hetja.

 5. Sæl Vilborg….Gaman að heyra hvað þú ert glöð í dag og jákvæð eins og alltaf ,
  þú mátt sko vera stolt af sjálfri þér og þínum árangri..
  Þetta er búið að vera æfintýri líkast að fylgjast með þér takast á við þessa draumaferð þína. og í mínum huga ert þú
  sannkölluð hetja …
  Ég óska þér gleðilegs árs og megi allir góðir vættir fylgja þér á leiðarenda….
  Er að passa barn sem vaknaði nokkrum klukkutímum of snemma þannig að ég er bara komin á ról…
  Áramótakveðjur frá Hveragerði….

 6. Gleðilegt nýtt ár Vilborg. Það er aldeilis flugeldasýning sem þú býður okkur upp á. Við skjótum nokkrum flugeldum þér til heiðurs í kvöld og skálum fyrir áframhaldandi góðu gengi.

  Áramótakveðja frá Líf

 7. Góðan og glaðan daginn elskulega dóttlan mín. Mikið er þetta flottur árangur hjá þér rétt eins og ferðin þín öll.
  Tóti keyrði í gær hóp eldri borgara hér í bæ og báðu þau fyrir miklar og góðar kveðjur til þín.
  Nú er runninn upp síðasti dagur þessa árs og væntanlega verður einhverju fírverki skotið upp og m.a er á áætlun að kveikja í stórri tertu þér til heiðurs. Hér mun líka loga ljós þér til heiðurs.
  Þú ert hreint út sagt mögnuð ung kona sem sannar svo ekki verður um villst að það er hægt að fylgja markmiðum sínum og vert að minna á það hér á þessum degi þegar æðimargur stígur á stokk og strengir áramótaheitin fullum fetum og flest fjúka þau út í veður og vind.
  Megir þú njóta þessa síðasta dags 2012 eins vel og nokkur kostur er og að góðu vættirnar hópist saman kringum þig, vaki yfir þér og verndi og að blessður veðurguðinn verði í fínu áramótastuði og sýni þér sínar bestu hliðar.
  Knús til þín elskuleg.

 8. Duglega duglega!
  Er viss um að álfarnir dansa nýarsdansinn sinn í kring um tjaldið þitt í nótt þér til heiðurs 🙂
  Sendum þér áramótaknúsið í rakettuformi og hlökkum til að hitta þig 😀

 9. Sæl Vilborg!
  Mikið er þetta nú flott hjá þér.
  Við biðjum kærlega að heilsa þarna á pólinn, erum ákaflega stollt af þér.
  Fórum austur í gær að hitta fólkið þitt í Réttarholtinu.
  Bestu kveðjur svona á síðasta degi ársins.
  Bíðum spennt eftir að fá að hitta þig, þegar þessu er lokið hjá þér.

 10. Gangi þér vel á leiðarenda og komdu heil heim. Áramótakveðja úr borginni 🙂

 11. Gangi þér vel með verkefni dagsins Villý.
  Við skálum fyrir þér hér á miðnætti !

  Áfram þú !

 12. Gleðilegt ár og gangi þér vel með restina. Þetta er glæsilegt hjá þér frænka.

 13. Sæl
  ég þekki þig ekki neitt en hef lesið bloggið þitt daglega og dáist af þrautseigju þinni og jákvæðni , áfram þú- gangi þér vel með restina og gleðilegt ár 🙂
  Bestu kveðjur frá Siglufirði

 14. Eftir nokkrar mínútur dettur nýtt ár á hjá okkur, viljum óska þér gæfu og góðs gengis á því, og í leiðinni óska þér til hamingju með afrekin á því sem er að líða. Hvort sem stendur Egill Skallagrímsson eða Njáll á Bergþórshvoli á áramótatertum sem skotið verður upp innan skamms, tileinkum við þér þeim, íslenskir kappar. Eigðu ánægjuleg áramót á snjóbreiðunni, eftir ótrúlegt gengi undanfarinna daga. Gleðilegt ár frá okkur öllum á Brjánslæk

 15. Gleðilegt ár Vilborg, Það fækkar km sem þú átt eftir þar til þú nærð lokatakmarkinu þínu. Gangi þér sem allra best .

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *