Frá Vilborgu á Suðurpólnum – Dagur 10

28. nóvember 2012

Tvöföld hamingja í Hilleberg höllinni!

Vilborg náði tvöföldum sigri í dag þegar hún náði þeim árangri að komast á nýja breiddargráðu (81. breiddargráðu) ásamt því að ganga heila 20 kílómetra. Frábær árangur hjá okkar stelpu og stórt skref í átt að loka takmarkinu – pólnum sjálfum!

Dagurinn var mjög góður, hægur vindur og hlýtt. Hins vegar var mjög lágskýjað og nánast “white-out” sem gerði yfirferð oft á tíðum mjög torvelda. Með mikilli þrautseigju náði Vilborg hins vegar takmarkinu – að komast yfir 20 km markið.

Í lok dags var Vilborg því komin á 81. breiddargráðu eða á S 81° 00 854 og W 80° 01 797. Hægt er að fletta upp staðsetningunni á Google Maps með því að smella hér.


View Larger Map

Þar sem sólin hefur lítið látið fyrir sér fara upp á síðkastið, hefur reynst erfiðara að hlaða auka símann sem hún notar m.a. til að pósta færslum á heimasíðuna. Hún hringdi því í mig og bað mig um að skrifa fyrir sig færslu dagsins og einnig að skila þakklæti til ykkar allra fyrir stuðninginn.

Eftirfarandi upplýsingar eru vonandi bæði til gagns og gamans:

Breiddargráða gefur upp afstöðu staðsetningar á jörðinni og er hornrétt mæling á staðsetningu, þannig að hornið er 0° við miðbaug, en 90° við bæði norðurpól og suðurpól.

Hverri breiddargráðu er skipt upp í 60 mínútur, sem hver um sig er svo skipt í 60 sekúndur. Táknið fyrir mínútur er (´) og fyrir sekúndur (“).

Bilið milli tveggja breiddargráða er  111.111 km (ummál jarðar  40.000 km deilt með 360°). Hverri gráðu er síðan skipt í 60 mínútur (111,111/60 = 1,852km eða 1.15 mílum). Þetta er ein sjómíla, ein mínúta í breidd jafngildir því einni sjómílu (nautical mile).

Sem dæmi, þá er hægt að skrifa hnitin á eftirfarandi hátt: a) 65° 32′ 15″   b) 65.5375 (decimals)  c) 65° 32.25′ (degrees and decimal minutes)  d) 65° 32′ 15.275″  (degrees, minutes, and decimal seconds)

Hnitin á Suðurpólum eru: 90.0000° S, 0.0000° W

Bestu kveðjur fyrir hönd Vilborgar,

Lára

– – – – – – – – – – – – –

English version:

Double happiness in the Hilleberg camp!

Vilborg reached two milestones today. First, she entered a new latitude (the 81st) and second, she managed to cover 20 kilometers (12.4 miles) today. Great achievement and a big step towards the final goal – the south pole itself!

She had a great day, light breezy wind and relatively warm (her thermometer is not working properly so she cannot give us an accurate temperature). However, it was very cloudy and close to being a “white-out” which made her traveling a bit more difficult. With extreme determination, she managed to cross her first 20 km / day milestone.

At the end of today, Vilborg was located at S 81° 00 854 og W 80° 01 797. You can see her current location by looking it up on Google Maps or by clicking here.

View Larger Map

As it hasn’t been very sunny, Vilborg hasn’t been able to charge her phone that she uses to post the blogs. Instead, she gave me a call and asked me to post on her behalf and also to send out a big thank-you to all of you for your support.

The information below are just facts I gathered for you to enjoy and perhaps learn a little bit more about Vilborg’s current location:

Latitude and longitude are measuring lines used for locating places on the surface of the Earth. They are angular measurements, expressed as degrees of a circle. A full circle contains 360°. Each degree can be divided into 60 minutes, and each minute is divided into 60 seconds. The symbol for minutes is (´) and for seconds is (“).

Latitude lines (called parallels) circle the planet’s surface in lines parallel to the equator, which lies halfway between the North and South poles. Latitude lines circle the planet from east and west, beginning at 0° at the equator and increasing to 90°North or 90°South.

For example, a coordinate might be written 65° 32′ 15”. Degrees can also be expressed as decimals: 65.5375, degrees and decimal minutes: 65° 32.25′, or even degrees, minutes, and decimal seconds: 65° 32′ 15.275″

One nautical mile represents one minute of latitude. Degrees of latitude are 60 nautical miles apart.

The South Pole coordinates are: 90.0000° S, 0.0000° W

Best regards on Vilborg’s behalf,

Lara

This Post Has 13 Comments

 1. Það er eins og hún ætli að fara ögn austar en Aaron, svona kanski til að hitta hann ekki 😉

 2. Frábærar fréttir, hún frk. Vilborg Arna er kjarnakella fyrir allan peninginn. Gangi þér sem allra best áfram elsku stelpan mín og megi allar góðu vættirnar safnast saman í kringum þig og fylgja þér áfram…………og auðvitað að veðurguðirnir verði þér hliðhollir.
  Knús til þín og bestu kveðjur frá mömmu.

 3. “If you only walk on sunny days, you will never reach your destination. ”

  Paula Coelho

 4. Gangi þér vel að ganga alla þessa leið. Við fylgjumst með þér!
  Hvernig datt þér þetta í hug? 🙂
  Okkur finnst þú rosalega dugleg og ætlum að halda áfram að fylgjast með þér.
  Hvernig gastu lagað tjaldsúluna?

  Kveðja, Jens, Malik, Davíð og Natan. 🙂

  1. Hæ strákar og takk fyrir kveðjuna.

   Þetta hefur verið draumurinn hennar Vilborgar síðustu 10 ár og með miklum undirbúningi og þjálfun, bæði andlegri og líkamlegri ákvað hún að láta drauminn sinn rætast og verða fyrsti Íslendingurinn til þess að skíða einn og án utanaðkomandi hjálpar á Suðurpólinn.

   Takk fyrir að fylgjast með henni, stuðningurinn er henni mikil hvatning til að halda áfram.

   Vilborg var með auka tjaldsúlu með sér og notaði parta úr henni til að laga brotnu súluna.

 5. Aðdáunarvert. Hvað reiknar hún með að vera lengi að labba/skíða þetta? .. Ég virðist hafa misst af því ef það hefur komið fram einhversstaðar.

  1. Hún reiknar með að það taki um 50 daga miðað við að hún fari að meðaltali um 22km á dag…

 6. Frábært Vilborg – þvílík hvatning að lesa um þrautseigju hennar. Ég hlakka til að sjá færslu frá henni hvern einasta dag!…

 7. Hún Vilborg er hetja dagsins í dag að skiða 20 km er frábær árangur ,hlakka til á hverjum degi að lesa bloggið þitt og það er svo
  skemmtilegt að fylgjast með þér…
  Jákvæðnin og gleðin alltaf í fyrirrúmi .megi allir góðir vættir fylgja þér á leiðarenda …Gangi þér æðislega
  Bestu kveðjur frá Hveragerði…

 8. Sonur minn 13 ára sagði við mig í morgun að hann væri búinn að ákveða hvað hann ætlaði að gera þegar hann yrði stór: “fara í versló og láta drauma mína rætast eins stelpan á Suðurpólnum!” Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með ævintýrum þínum á pólnum, þú ert frábær fyrirmynd og innblástur fyrir okkur hin, börn og fullorðna, um að láta drauma okkar rætast.
  Kveðja,
  Hrafnhildur

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *