Aconcagua10

Hvíldardagur – 13. janúar

Eftir morgunmat í gærmorgun (13. jan) skipulögðum við matarmálin fyrir næstu daga og gerðum klárt fyrir burðarmennina sem bera mat og búnað fyrir okkur upp í næstu tvær búðir. Það mun svo bíða okkar þar þegar við leggjum á fjallið eftir morgundaginn.
Því sem eftir lifði dags var eytt í afslöppun og skoðun grunnbúðanna auk þess sem við fórum í aðra læknisskoðun sem kom vel út. Við þurfum samt að líta við hjá lækninum after eftir aðlögunargönguna sem er á dagskrá á morgun. Við pössum okkur á því að fá okkur brimsaltar flögur áður en við heimsækjum lækninn því það hefur ekki góð áhrif á blóðþrýstinginn sem var í hærri kantinum hjá okkur flestum en allt annað var mjög gott.

Hér í grunnbúðum er ýmsa þjónustu að fá, hægt er að komast á netið, kíkja í búðir, fara á veitingastað og heimsækja hæsta gallerí í heiminum. Já, galleríið er með vottun frá Guinness sjálfum uppá hæstu staðsetninguna. Þar sýnir og selur listamaðurinn Miguel Duoro myndir sínar sem flestar eru innblásnar af fjallasölunum hérna og margar hverjar mjög sérstakar enda sérstæður listamaður hér á ferð sem jafnvel hefur málað á tindi Aconcagua.

Öllum heilsast vel og virðast þessar vægu meltingartruflanir sem hrjáðu okkur vera að ganga yfir. Veðrið er búið að vera mjög gott, léttskýjað og steikjandi sól yfir daginn en eitthvað frost yfir nóttina.

Bestu kveðjur frá Aconcagua

aconcagua9

aconcagua10

aconcagua11

After breakfast (yesterday January 13th), we figured out and organized our food supplies for the next few days and prepared it for our carriers that will transport our load and gear to the next two campgrounds, where it will be waiting for us.

The remainder of the day was spent resting and sightseeing around the base camp as well as heading for another medical examination. Everyone passed that checkup, but we still need to meet the doctor after our acclimatization hike which is on the agenda tomorrow.

The service here at base camp is amazing, you can use the internet, check out some stores, dine at a restaurant and visit Nautilus, the highest contemporary art gallery in the world. Yes, this art gallery has a certificate from the Guinness World Records and is situated at 4300 meters above sea level in the base camp Plaza de Mulas.

The gallery is privately owned and run by Miguel Duoro and the gallery has on display beautiful paintings by him, which are mainly inspired by surrounding mountains and Duoro’s lifelong passion of mountaineering. He has even painted artwork at the Aconcagua summit itself.

Everyone is doing great and these stomach problems we were experiencing earlier this week are not bothering us any more. The weather has been amazing, sunny and partly cloudy while overnight we are experiening lower temperature (close to freezing point).

Best reards from Aconcagua

This Post Has One Comment

  1. svolítið ótraustvekjandi búnaðurinn þarna á efstu myndinni 😉
    Ertu ekki með pakkara í hópnum?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *