Fjallgöngur á veturnar
Veturinn nálgast með hverjum deginum og ef til vill ekki langt þangað til að snjórinn lætur sjá sig fyrir alvöru. Það er spennandi að upplifa fjöllin í vetrarbúningi sérstaklega þegar það er kominn smá snjór sem vegur upp á móti myrkrinu sem sígur yfir okkur á norðurhvelinu yfir háveturinn. Það þarf enginn að hætta að stunda göngur þó að aðstæðrunar á fjöllunum breytist, það þarf bara að skipta um gír og huga að öðrum þáttum og auðvitað haga sér skynsamlega eftir aðstæðum. Hérna eru nokkrir hlutir sem ég mæli með að menn skoði fyrir vetrargöngur og skelli sér svo af stað.
Höfuðljós er algjört möst þegar það er farið að rökkva. Þau fást í öllum helstu útivistarbúðum og meira að segja á einhverjum bensínstöðvum líka. Það er ágætt að hafa auka batterí meðferðis í bakpokanum því það er verra að verða ljóslaus á leiðnni. En það skal þó tekið fram að hver hleðsla endist ansi lengi. Verðbil á ljósum er breitt og spannar frá 5000 kr og uppúr. Ég mæli með að fólk skoði hvað ljósin eru mörg lúmen en það er mælihvarði á birtustigið sem það gefur frá sér. Fyrir þá sem ætla að stunda hefðbundnar göngur að þá mæli ég með Black Diamond Cosmo sem fæst í Fjallakofanum. Það er 160 L og kostar 7995 kr.
Göngustafir geta verið mjög hjálplegir og sérstaklega þegar snjórinn er mættur á svæðið ef að snjórinn er djúpur er gott að setja vetrar kringlur á stafina svipaðar og eru á hefðbundnum skíðastöfum. Stafir dreifa álaginu og létta á hnjám og liðum en það getur verið allt að sexfalt álag á hnén að ganga niður í móti. Auk þess hjálpa þeir okkur að halda jafnvægi og tempói.
Ég er mikill aðdáandi þess að stafirnir séu með klemmu – systemi til þess að lengja þá og stytta og ég kann betur að meta það en skrúfu systemið. Ég er mikill aðdándi Leki stafanna sem fást í Útilíf og á sjálf Thermolite stafina. Verðbil á stöfum er frá 8.990 og upp úr.
Allir þeir sem ætla að stunda göngur þegar það er komin hálka og snjór VERÐA að nota BRODDA !
Það sem ég mæli með fyrir þá sem eru að hugsa um göngur á fellin í kringum höfuðborgarsvæðið, Esjuna upp að steinu eða sambærilegar göngur eru svokallaðir Esjubroddar. Þeir eru frábær lausn þar sem er hálka og troðinn snjór á stígum en myndu ekki henta í vetrarfjallamennsku þar sem er þörf á jöklabroddum. Ég mæli alls ekki með því að menn séu að nota gormabrodda því gúmmíið á þeim slitnar auðveldlega þegar stigið er á grjót og mín reynsla er sú að þeir séu beinlínis hættulegir þegar komið er í hliðarhalla þar sem gormarnir undirþeim grípa ekki nægjanlega vel í hálkuna og eiga það til að fara á fleygiferð. Íslensku Alparnir selja slíka brodda og kosta þeir 9.995
Góðir skór skipta höfuðmáli í öllum göngum, þeir verða að styðja vel við ökklann, millistífir og með góðum sóla. Uppáhalds merkið mitt er La Sportiva og fæst það í verslunum 66° Norður og minn allra uppáhalds skór er; “Trango Guide Evo. Þeir eru bestu alhliða gönguskór sem ég hef prófað. Þeir sameina allt það sem góðir gönguskór þurfa að búa yfir. Þeir eru léttir, liprir og mjúkir ásamt því að liggja vel á fæti. Vibram sólinn gefur einstaklega gott grip og lögunin á honum gerir gönguna þægilegri.
Fatnaður er auðvitað mikilvægur þáttur og mun ég sérstaklega fjalla um það í næstu færslu hvernig maður á að klæða sig fyrir veturinn og auðvitað deila með ykkur uppáhalds fatacombóinu mínu.