Frá Vilborgu á Suðurpólnum – Dagur 11

29. nóvember 2012

Dagur 11 á Suðurskautinu var frekar erfiður, lélegt færi og algjört “white-out” seinni part dags. Mikill vindur síðastliðna nótt gerði það að verkum að 3-5 cm nýfallinn snjór var yfir öllu og því erfitt að draga púlkurnar. Vilborg minntist á að það væri líkt og að draga þær eftir sandi. Hún ákvað því að hætta fyrr í dag og setja upp tjaldið, elda kvöldmatinn snemma og safna kröftum fyrir morgundaginn. Þrátt fyrir þessar lélegu aðstæður náði Vilborg að ganga rúmlega 18 km í dag sem er frábær árangur, sér í lagi þar sem hún skíðaði ekki fullan dag.

Það hefur einnig verið nokkuð erfitt að hlaða símann til að hún geti bloggað sjálf, þar sem sólin hefur takmarkað látið sjá sig og bað hún mig því að henda inn þessari stuttri færslu.

English version:

Day 11 in Antarctica.

Today was rather challenging, bad travel conditions and an absolute “white-out” this afternoon. Last night’s storm brought 1 to 2 inches of fresh tossed snow, which made it very difficult to move the sleds along… Vilborg mentioned that it felt like she was pulling them along a sandy surface. She decided to camp early today due to bad weather conditions and save up energy for the upcoming days.

Despite those non-ideal conditions, Vilborg managed to cover roughly 18 km (11 miles) today.

 

 

 

This Post Has 13 Comments

  1. gaf hún upp hnitin? 😉
    Flott hjá henni að ná að ganga 18 km þrátt fyrir slæm skilyrði.

    1. Nei… ekki í dag… töluðum frekar stutt saman… fáum þau vonandi á morgun.. hún er amk farin að nálgast aaron hratt og örugglega… hann gekk 5 mílur í dag ..

      1. Sæl Lára
        Takk fyrir að færa okkur fréttir af stelpunni! Vonandi fer sólin að skína og færið að batna hjá henni! 😉
        En hver er þessi Aaron sem þú talar um, er hann með vefsíðu þar sem hægt er að sjá staðsetningar?
        Kveðja frá Húsavík,
        Þórunn H

        1. Sæl Þórunn,

          Aaron er Bandaríkjamaður sem ætlar sér að vera fyrsti Ameríkaninn að ganga sóló á Suðurpólinn og til baka. Það eru um 2300 km og áætlar hann að taka 88 daga í verkið. Honum gengur hins vegar hálf brösulega og er örfáum km á undan Vilborgu… Hún á degi 11 og hann á degi 27.
          Bloggið hans er http://www.aaronlinsdau.com/

          1. Sá á einni færslu hans að hann er þegar farinn að tala við ALE um “sínar aðstæður” og “unsupported” ferð. Hann fer á pólinn og ekki til baka, það er mín spá.

  2. Góður dagur hjá þér þó stuttur væri. Farðu bara vel með þig því það er víst bara eitt dýrmætt eintak til af þér gæska mín.
    Krossa fingur fyrir þig og vona að veðurguðirnir verði í góðu skapi og góðu vættirnar fylgi þér.

  3. Harkan í þér er alveg ótrúleg! Áframhaldandi baráttukveðjur og góðar óskir héðan að vestan.
    Kveðjur frá öllum á Brjánslæk

  4. Flott ertu.
    Frábær fyrirmynd fyrir alla.
    5 ára dóttir mín sá frétt um þig og fannst
    þetta mjög merkilegt. Sérstaklega þar sem Georg
    úr Söngvaborg á heima á Suðurpólnum!

  5. Gott að heyra frá þér 🙂 ..þú ert harðjaxt sem lætur ekkert stoppa þig.. ætli það séu “Grafar genin” !! hehe. Spái því að það líði ekki á löngu þangað til þú pikkar þennan Aaron upp og verðir komin með hann á púlkurnar hjá þér 😉 Gangi þér vel áfram. Góðar kveðjur frá Hvanneyri.

  6. Dáumst að þér flotta stelpa! Gangi þér vel! Við á Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar sendum þér baráttukveðju!

  7. Frábært hjá þér að ná 18km þrátt fyrir aðstæður.
    Pabbi náði 14,1 km í dag – hann heldur áfram með þér á hverjum degi.
    Ég sit hins vegar á bókhlöðunni og læri – einhver þarf að “slaka” sér á meðan þið arkið áfram.

    Áfram Áfram!

    kv. Fanný

  8. Hetjan mín þú ert alveg ótrúleg vona að veðrið batni risa knús oallar góðar bænir þér til handa frá gamla genginu

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *