Frá Vilborgu á Suðurpólnum – Dagur 59
16. janúar 2013
haeho. godur dagur ad baki og eg er buin ad hugsa mikid. eg skidadi 19.2 km i dag i agaetu vedri. rett adur en eg haetti fekk eg utsyn i ad sjalfum polnum. thvilik tilfinning ! nuna er tad svo sidasta kvoldid adur en eg klara, tad er mikil spenna og gledi i hilleberg hollinni. a morgun verdur skidad til sigurs og gledi. eg hvet ykkur til ad stiga lifssporid med mer og taka tatt i aheitasofnuninni. kvedja ad sunnan
— Þessi skilaboð eru send með Iridium Extreme frá Sónar
Hi there, a great day behind and I’ve used the time to think a lot on my way. I travelled 19.2 km today in good weather. Right before I stopped today to set up my camp, I got a good view of the pole it self. What an amazing feeling! This is the last night in the tent before I finish.. so it’s hard to describe the excitement and happiness in the Hilleberg tent. Tomorrow I will ski for victory as I will reach the South Pole.
I encourage you to participate in walking with me and sponsor my steps by donating to Líf.
Þrjár leiðir til að styrkja Lífsspor:
1. Senda inn frjáls framlög á forsíðu www.lifsspor.is. Velja upphæð og heita á Vilborgu.
2. Hringja í síma 908 1515 og styrkja málefnið um kr. 1500
3. Millilfæra inn á reikning Lífs, 515-14-411000, kt. 501209-1040 með skýringunni Lífsspor.
Three ways to sponsor Lífsspor:
1. Select your amount on the front page of www.lifsspor.is. Select “Velja upphæð” and then “Heita á Vilborgu” and add your creditcard info.
2. Call 908 1515 (in Iceland) and donated kr. 1500
3. Transfer any amount to Líf’s bankaccount, 515-14-411000, kt. 501209-1040 with the explanation Lífsspor.
Ég er spenntur að sjá ferðalagið í myndum….. Gangi þér vel með restina..
Þetta er D-Day, dagur sigurs. Njóttu hverrar einustu mínútu Vilborg!
JJeeee, er að farast úr spenningi. Get ekki beðið eftir að fá myndir og frekari fréttir af þér. Ég samgleðst þér innilega með síðasta spölinn. Kveðjur frá okkur hér á Hótel Tindastól.
Elsku stelpan mín þú ert ótrúleg njóttu síðustu metrana og dagsin sem er og verður ógleimanlegur hlakka til að fá þig heim
Frábært, vona að þú fáir gott skyggni síðustu metrana.
Það ætla ég rétt að vona að veðurguðinn verði til friðs í dag, svo þú njótir í botn þessa stórsigurs sem þú ert að vinna. Ætli megnið af þjóðinni verði ekki með þér þarna, í huganum, þegar þú rennir þér í mark, allavega við hér fyrir vestan. Hetjukveðjur frá öllum á Brjánslæk.
Þú ert nú meiri snillingurinn
Ég er að tryllast úr spenningi! Þú ert MÖGNUÐ, ég segi og skrifa: MÖGNUÐ!!
Njóttu síðustu metrana – njóttu pólverunnar – njóttu þess að hafa látið stóra drauminn þinn rætast.
Efaðis aldrei um að þú gætir þetta, myndir klára þetta með stæl.
Gaman að lesa þetta að þetta sé að takast hjá þér ofurhetja. Maður er alveg orðlaus yfir þessu þrekvirki sem þú ert að klára:-)
Ég þekki þig ekki neitt en er að farasta úr spenningi. Gangi þér sem allra allra best síðasta spölinn. Guð veri með þér ofurhetja. Baráttu og kæleiksknús úr Húnaþingi vestra. Jóna HAlldóra.
Í dag er dagurinn!!
Til hamingju með þennan stórglæsilega árangur og sigur!
Æðislegt hreint út sagt, þú ert meiriháttar 😉
Þetta er alveg frábært,búin að fylgast með þér frá upphafi og það vottar fyrir smá öfund 😉
Þú ert alveg mögnuð hetja!
Þú ert harðjaXXL. Til hamingju með áfangann.
Flott hjá þér. Njóttu nú seinustu metranna og þeirra ánæju sem fylgja á eftir. Þú er sönn hetja og góð fyrir mynd. Til hamingju.
Frábært, gleði gleði.
Kveðja að vestan.
Elsku Vilborg , nú er manni orða vant, þvílíkur sigur fyrir þig og þvílik fyrirmynd sem þú ert ( allra þjóða konum, við gleðjumst með þer, að þér skuli takast þetta háleita markmið þitt er þér kannski mest virði en við samgleðjumst þér svo innilega, fyrir okkur er alveg einstakt að sjá hvað þú hefur verið — alveg dýrlega jákvæð– einhver hefði nú einhvertíman látið út úr sér –hvað var ég eiginlega að vilja ? af hverju ‘?osfrv. Enn Innilega til hamingju og ég hlakka til að knúsa þig næst er við hittumst
Þú ert með þetta, njóttu í athygli og vitund hvers skerfs og hver andartaks að áfanganum. Áfram veginn – Toni og Gummi
þú ert svo mikill nagli Vilborg og það er búið að vera stórkostlegt að fylgjast með þér …….. er ekki örugglega einhver sem tekur á móti þér með video cameru verðum að sjá þegar þú kemur í mark ……. Til hamingju
AFTUR hvet ég allar ÖMMUR á landinu til að gefa ákveðna upphæð, eins og fyrir hvert barnabarn sitt í söfnunina.
Ég á 5 x 5.000.-
Þú ert alveg að ná þessu Vilborg. LANGFLOTTUST :O)
Vonandi getum við sagt TIL HAMINGJU á morgun :O)
amma+afi á Akureyri.
ps. við þekkjum þig ekkert nema af fréttum en teljum nauðsynlegt að styrkja þessa söfnun.
Þú ert stuðningsins verð.
þú ert frábær þetta er að takast hjá þér innilega til hamingju
Jiii spenningur – er búin að hugsa til þín hvern einasta dag á þessu ferðalagi þínu og senda þér góða strauma. Ég segi það sama og amman hér fyrir ofan, þekki þig ekki neitt EN samt sem áður horfi ég til þín með stjörnur í augum og dáist að þér og samgleðst þér í sigrinum í dag.. Þvílík GLEÐI að ná á pólinn sjálfan!
KONA ÁRSINS 2Ö13…MAGNAÐ HJÁ ÞÉR…..
Þvílík hetjudáð sem þú ert hérumbil að klára 🙂 Það hlýtur að vera ólýsanleg tilfinning að sjá hilla undir lokamarkið ..þú ert algjör hetja 🙂 Vona að veðrið leiki við þig í dag svo þú njótir í botn að fara þessa síðustu kílómetra áður en þú rennir í mark. Ég verð með þér í huganum ásamt mörg þúsundum annarra íslendina það er ég viss um. Get varla beðið eftir að heyra í fréttum að þú sért komin alla leið á Pólinn 😉
Til hamingju með frábæran árangur, ómetanleg fyrirmynd fyrir okkur stelpurnar!
Það er frábært að geta tekið nokkur spor með þér með því að heita á Lífsspor, vonandi gera það sem flestir. Njóttu sigurgöngunnar sem allra best!
Óska þér hjartanlega til hamingju með afrekið! Þetta var vel af sér vikið og það hefur verið sæmilega í þig spunnið eins og sagt er 🙂
hó hó
Við bíðum spennt eftir morgundeginum 🙂
kv. 9. PM
Maður á eftir að sakna þess að fara ekki inn á bloggið þitt á morgnana og fylgjast með ferðum þínum. Ég segi bara takk fyrir mig. Innilegar hamingjuóskir með AFREKIÐ og góða heimferð og heimkomu. Þú ert mögnuð.
Sæl Vilborg…Til hamingju með allt þetta og gangi þér sem best það sem eftir er af ferðinni..
Í mínum huga ert þú hugrökk og kvetjandi ung kona og megum við vera svo stolt af þér og þínu
framtaki..
Megi allir góðir vættir fylgja þér síðustu skrefin á Pólinn lanþráða…
Baráttukveðja frá Hveragerði…
Til hamingju Ísland…frábaert og til hamingju. Fyrirmynd aldarinnar..
Ótrúlegt afrek og ótrúleg kona, flott fyrirmynd með jákvæðnina og hugrekkið að vopni. Gangi þér vel á lokametrunum!
Gangi þér sem allra best. Ef þu flýgur heim fra McMurdi sation segðu hæ við manninn minn, hann er búinn að vera að vinna þar síðan i byrjun Október 🙂 Daist að dugnaði um þínum
Ég er búin að fylgjast með þér frá upphafi. Þú ert mjög hugrökk og svakalega dugleg.. Gangi þér sem allra best síðustu skrefin. Baráttukveðja frá Álftanesi.
Þú ert mögnuð, frábær fyrirmynd. Takk fyrir og gangi þér vel á lokasprettinum.
Frábært Villý, til hamingju, góðar kveðjur frá Bolungarvík.
Ég þekki þig ekki neitt Vilborg, en ég er svooo stolt af þér ,fylgist með þér þennan leiðangur og hvet þig áfram í huganum, finnst þú vera algjör hetja 🙂 Gangi þér vel á lokasprettinum, og umfram allt njóttu!
Þú ert alger töffari! Njóttu síðasta dagsins!
hæ Vilborg langaði bara að segja þér að maður er alveg óendalega stoltur af þér þó tt maður þekki þig ekki neitt, dugnaðurin , jákvæðnin, drifkrafturin og hugrekkið sem þú hefur er alveg óendanlega gefandi fyrir okkur hin sem erum jafnvel að berjast með fiðring um að láta drauma sína rætast og vinna óspart að því að láta það gerast! segji einsog einn hér að ofan maður á eftir að sakna þess að lesa ekki bloggin þín á morgnana og í mínu tilfelli (á nóttunni) alltaf að kíkja til að vita einhverjar fréttir af þér 😉
þegar þetta er orðin hluti af rútínuni hjá manni síðan þú byrjaðir hehe 😉
en gangi þér ótrúlega vel og njóttu þess að vera á draumastaðnum þínum… innilega til hamingju með þennan stórglæsilega árángur… ert MÖGNUÐ í einu orði sagt.. vona að við fáum að sjá myndir frá þessum framandi stað 🙂
Bestu kveðjur frá Hveró 🙂
Hamingjuóskir! Hlakka til að heyra eða lesa ferðasöguna. Baka pönnukökur í tilefni dagsins. Gangi þér allt í haginn 🙂
Innilega til hamingju með þennan magnaða áfanga, ég þekki þig ekki neitt en er þvílíkt stolt af þessu afreki og þér sjálfri 🙂
Gangi þér sem allra best með síðustu sporin og heimferðina!
Kær kveðja
Gangi þér vel á lokasprettinum! Þetta er hreint út sagt magnaður árangur hjá þér! Innilega til hamingu með afrekið.
Glæsilegt Villý!
Njóttu lokahlutans að markmiðinu! 😀
Þú ert ÓTRÚLEG hetja!
Þú ert algjör hetja. Þekki þig ekki en búin að fylgjjast með þér á hverjum deg af miklum áhugai., Er líka oft að vitna í þig og þitt afrek. og í því samhengi hef ég verið spurð að því hvort ég þekki þig,, slíkur er áhugi minn) Þvílík elja, vinnusemi, kraftur, þor, jákvæðni og margt margt fleira sem þú greinilega býrð yfir. Það er greinilegt að þú lætur ekkert stoppa þig:) Innilega til hamingju með þennan áfanga!
þvílíkur nagli eru. Til lukku með daginn 🙂
Spennandi….þetta er að hafast 🙂 Þú ert mögnuð.
Til hamingju með þennan stórkostlega árangur, við erum búin að fylgjast með þér og dáumst óendanlega af þessu mikla afreki þínu. Njóttu stóru stundarinnar þegar þú kemur á pólinn. Óskum þér góðrar ferðar heim.
Innilegar hamingju óskir Vilborg mín með þetta stórkostlega þrekvirki sem þú hefur unnið þú er sannkölluð HETJA OG STOLT ÞJÓÐARINNARM mANNI VERUR BARA ORÐA VANT YFYR ÞESSU ÖLLU……
Þetta er magnað afrek hjá þér, sannkölluð valkyrja. Gangi þér súper vel á lokasprettinum.
Mér finnst það sem þú ert að gera mikið afrek. Það segir sig sjálft að manneskja sem getur ferðast ein á Norðurpólinn býr yfir einstökum styrk. Gangi þér vel svona yfirleitt og takk fyrir að nýta mátt þinn til að styðja gott málefni.
Vilborg!
Það sagði mér þekktur fjallagarpur að þú værir hörku nagli.
Ég sé múna að hann hafði lög að mæla.
Kveðja,Einar Stefán.
SNILLINGUR!
Spenna, spenna – Þú ert snilli – bíð í ofvæni ef “komin í mark” fréttum.
Vá, get rétt ímyndað mér tilfinninguna að sjá takmarkið í augsýn. Hlakka til að heyra af því hvernig þetta lítur út. Er turn með fána upp úr?
Við erum öll mjög spennt fyrir þína hönd. Þú ert algjör nagli! Þú getur high five-að sjálfa þig með góðri samvisku á morgun.
Elsku hjartans Vilborg mín,
Þessi orð eru skrifuð þegar þú ert væntanlega að skíða í mark.
Mikið lifandis ósköp ertu búin að sýna okkur og sanna hvað hægt er að gera með jákvæðu hugarfari og svo allt það sem þú hefur dreift út í samfélagið……..það er ekki svo lítið og svo er það allt til uppbyggingar.
Þú ert svo mikil og falleg fyrirmynd æsku þjóðar þinnar, æskan sem er framtíð okkar – ég er ekki að fara fram á að allur æskulýðurinn þrammi á Suðurpólinn, heldur tileinki sér jákvætt hugarfar, áræðni og hugrekki til að láta gott af sér leiða……..þá kvíði ég ekki framtíð landsins.
Ég er svo óendanlega stolt af ykkur ungunum mínum og að vera móðir ykkar eru alger forréttindi sem ég er þakklátust fyrirl – get bara talað fyrir mig en ég veit líka að faðir ykkar er sama sinnis sem og ættingar ykkar í báðar ættir. Þú ert orðin “eign” þjóðarinnar………….rétt eins og “Strákarnir okkar”. Það er svo góð tilfinning að hafa lagt þjóðinni til svona frábæran einstakling. Framtíðin er ykkar og megi hún brosa björt við ykkur, full af gleði, hreysti, hamingju og æskufjöri.
Megi allar góðar vættir hópast saman kringum þig, vaka yfir þér og vernda. Nú þarf ég ekki að tamma suðræna veðurguðinn lengur til og sá er nú örugglega alsæll.
Knús til þín………….hlakka til að sjá þig..
Ég er að farast úr spenningi!
Frænka gamla er að rifna úr spenningi yfir að fá fréttirnar að þú standir á PÓLNUM !
Njóttu síðustu metranna í botn 🙂
Gangi þér vel síðasta áfangann. það hefur verið gaman og fróðlegt að fylgjast með þér, sannkölluð hetja og okkur hvatning.
Innilegar hamingjuóskir Vilborg…. þú ert afrekskona par excelllence og algjör nagli. Maður er svo
stoltur af þér og ég vona að Líf fái góðan styrk frá sem flestum. Bestu kveðjur ***
Þú ert hetja að ná þessu og fyrirmynd okkar allra núna! En ertu búin að sjá einhverja fljúgandi furðuhluti?
Bíð eftir að heyra að þú sért komin:) Er ótrúlega stolt af þér, sennilega aldrei verið jafn stolt af neinum sem ég þekki ekki neitt:)
Til hamingju með þetta stórkostlega afrek!
Gangi þér vel og flottur árangur hjá þér og til hamingju með þennan árangur og mátt vera stollt af þessu Eyjafjallajökull er písl við hliðina á þessu þó ég hafi labbað hann myndi ég hugsa mig marg oft um hvort ég færi í svona ævintýri enn og aftur Glæsilegt hjá þér kveðja úr vík í mýrdal
Þvílíkur harðjaxl sem þú ert (kona ársins 2013 tvímælalaust)gangi þér vel síðustu skrefin já og bara alltaf.
Þú ert alveg ROSALEG !!!! þetta er besta afrek sem ég veit um 🙂
ÉG SEGI NÚ EKKERT ANNAÐ EN TIL HAMINGJU AÐ VERA KOMIN Á SUÐUR PÓLIN !!!!!!!!!!!!!!!!!
og þegar þú kemur heim verðuru að fá þér polar bjorn
Skorri Jónsson 9 ára
Frábært hjá þér, þú ert alveg MÖGNUÐ !!
Ég er stolt af þér þrátt fyrir að þekkja þig ekki neitt 🙂
Sæl Vilborg.
Innilega til hamingju með áfangann þinn. Síðustu sporin eru örugglega erfið en jafnframt á sama tíma þau stórkostlegustu 🙂
Hlakka til að sjá Pól-póstinn frá þér 🙂
Gangi þér vel síðasta spölin! Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með þér harka þetta! Þú ert hreint út sagt mögnuð!
Kæra Vilborg, Tek undir orð þeirra sem mæla hér að ofan 🙂 þú ert kona ársins með meiru. Ekki bara vegna þess gríðarlega líkamlega afreks að skíða alla þessa leið við sennilega erfiðustu aðstæður sem hægt er að komast í heldur sérstaklega vegna þess andlega styrkleika sem þarf til þess að vinna svona þrekraun alla leið. Með þinn styrk að leiðarljósi eru okkur sem þjóð allir vegir færir. Þú sýnir svo vel með fordæmi þínu að ætli maður sér eitthvað er vilji, áræðni, dugnaður, bjartsýni , hugrekki og jákvæðni það sem þarf til að upplifa drauma sína og standa á þeim Pól sem hvert og eitt okkar langar og líka þeim Pól sem við sem þjóð stefnum á. Sólin mun bræða spor þín en þau spor sem þú markar í huga okkar og söguna verða hvergi afmáð. Spor sem kenna okkur svo margt um það hvernig rétt hugarfar og styrkur getur komið okkur alla leið. Takk fyrir sporin þín og ég er að sjálfsögðu búin að heita á LÍF fyrir Vilborgu kraftaverkakonu og hvet alla aðra til þess að gera slíkt hið sama 🙂 Njóttu svo hátindsins!
Gangi þér sem allra best síðustu sporin! Kærleikskveðjur. Hvet alla til að styrkja verkefnið koma svo:-)
Kæra Vilborg ,ég þekki þig ekki neitt, en ég dáist af kraftinum og ,þrautseigjunn og þeyrri jákvæði sem hefur einkennt þig á þessu erfiða
ferðalagi .Innilega til hamingju með þennan stórkostlega árangur og ég óska þér góðrar ferða HEIM ,sem mér skylst að taki upp undir viku.
‘eg vil her með skora á alla að leggja þessu góða málefni lið .Því að vitum ekki hvort við ,eða dætur okkar og vinkonur ,þurfum á hjálp að halda
Til hamingju og vonandi ertu komin á áfangastað,,þú ert bara stórkostlega hugrökk og dugleg. Velkomin heim,á Suðurpól og Íslands.:o)
Gangi þér vel á lokasprettinum. Þú ert mikil hetja!
Búið að vera ótrúlega gaman að fylgjast með þér og þvílíka harkan í þér og nú sit ég og horfi á vefmyndavélina á Suðurpólnum og vonast til að sjá þegar þú kemst í mark:) Gangi þér vel og bestu kveðjur frá fallegu Vík:)
Frábært hjá þér 🙂
Sæl Vilborg. Við þekkjumst ekki en ég get sagt þér að ég hef fylgst spennt með leiðangri þínum undanfarnar vikur. Það er ekki annað hægt en dást að hugrekki þínu og dugnaði. Var rétt í þessu að fylgjast með kvöldfréttum sjónvarpsins þar sem sagt var að nú sért þú líklega á síðustu klukkustundargöngunni á pólinn. Ég vil því óska þér til hamingju með þetta afrek. Þú stígur einnig stórt skref fyrir okkur konur. Ég fagna með þér og óska þér velfarnaðar. Það verður örugglega gott að snúa aftur með sigur í farteskinu og þá reynslu sem þú hefur orðið þér út um á þessari vegferð. Góða ferð heim einnig. Húrra fyrir þér!
Sit og horfi til skiptis á tvær vefmyndavélar og vona að ofurkonan Vilborg Arna komi í mynd. Þvílikur kjarkur, þrek og þor. Vona að hún komi heil heilsu úr þessari ofurraun.
Það er búið að vera svo gaman að fylgjast með þér.Þú ert alveg stórkostleg, hugrekið alveg ótrúlegt. Gangi þér vel í öllu sem þú munt gera. Kær kveðja.