Frá Vilborgu á Suðurpólnum – Dagur 45

2. janúar 2013

haeho. tad var frekar kalt i tjaldinu tegar eg vaknadi um half 6 i morg, tad tydir adeins eitt…engin sol. uff white out hugsadi eg i ollum skoflunum en mer til mikils lettis var bara lagskyad og eg sa vel til. skaflarnir voru mjog krefjandi til ad byrja med og eg turfti ad setja skidin a sledana a kafla til ad geta dregid ta i gegnum volundarhusid tvi teir voru alltaf a hvolfi eda fastir a skafli. eg er nu ad skida rett vid sprungusvaedi og thurfti ad krossa sprungu i dag. hun var pokkud og eg fann fljott leid yfir. tad var lika mjog kalt i dag og vindur og eg var tvi med grimuna a mer seinni partinn. eg tarf ad passa mig vel tar sem eg er komin med vaeg kalsar a laerin. tad gerist stundum og eg tarf bara ad fylgjast vel med og vernda svaedid eftir bestu getu. annars nadi eg 20 km i hus i dag og a eftir nokkra skafladaga i vidbot svo eg er bara tholinmod. tad styttist ju i polinn med hverjum skafli og skrefi 🙂 lifssporskvedja

— Þessi skilaboð eru send með Iridium Extreme frá Sónar

New coordinates: http://www.lifsspor.is/stadsetning/

English version:

Hi there, it was rather cold in my tent when I woke up around 5.30am this morning. That only meant one thing.. no sun! Uff, first thing that came to my mind was a white-out in all these sastrugis.. but thankfully it was only a little cloudy and clear view. The sastrugis were very challenging this morning and I often had to put my skis on the sleds throughout the day to drag them around this maze of sastrugis. This was due to either the sleds being up side down or completely stuck.

I’m skiing through areas with crevasses and had to cross one big one this afternoon. I have to be careful as I have minor chilblains on my thighs. It happens sometimes and I just have to be careful and watch it and protect the areas as best I can.

I traveled 20kms today and have few challenging sastrugis days ahead so I’m just being patient. I’m getting closer and closer to the south pole in each step 🙂

Best regards Vilborg

This Post Has 33 Comments

 1. Nú er mikilvægt að skíða frjálsa aðferð. Áfram með þig gæskan, veit að þú getur þetta 😉

 2. Þetta eru greinilega alvörudagar hjá þér.Þú manst skref fyrir skref og þá kemstu á leiðarenda baráttu kveðjur úr Mýrdalnum.

 3. Þú massar þetta Vilborg, við erum endalaust stolt af þér,auðvitað hefur þú öðlast kjark og kraft við það að dvelja hér í sveitinni ekki ? .En gangi þér vel á síðustu metrunum,skref fyrir skref kveðja úr Mörkinni

 4. Þú ert mögnuð stelpa, þvílíkur kraftur og dugnaður! Baráttukveðja frá Húsavík.

 5. Sæl Vilborg….Alltaf gaman að heyra frá þér ,
  þú er nú meiri kjarnorkukonan og dugnaðarforkur og í mínum huga hetja dagsins í dag og allra daga ..
  Til hamingju með 20 km það er nú frábær árangur hjá þér…..
  Megi allir góðir vættir fylgja þér á leiðarenda þetta styttist óðfluga …
  Baráttukveðjur til þín duglega kona….
  kv frá Hveragerði…

 6. Gangi þér vel með skaflana næstu daga Villý . Skref fyrir skref.
  Hlökkum til að lesa frá þér í kvöld aftur.
  Kveðja héðan

 7. Kjarnakona, dugnaðarforkur, jákvæða perlan, ………erfitt að finna orð sem geta lýst þér. Þú ert einfaldlega þrælmögnuð.
  Ótrúlegt að allir þessir 20 km hafi náð í hús m.v þær aðstæður sem þú ert í. Svo mikið rétt að það styttist í markið með hverju skrefi og hverjum skafli sem er að baki………..það er ekki eftir það sem er búið.
  Farðu vel með þig, þú dýrmæta stelpuskott og hlúðu vel að þér.
  Allar góðar vættir eru beðnar um að hópast saman í kringum þig, vaka yfir þér og vernda og svo er veðurguðinn alltaf beðinn um að hafa sig hægan og hegða sér vel.
  Knús til þín gæska og við hlökkum öll sem eitt til að fá þig heim að þessu verkefni þínu loknu.

 8. Elsku stelpan mín þú ert svo mögnuð að ég á ekki orð, verndi þig allar góðar vættir þarna suðurfrá veit að þú massar þetta risa knús frá gömlu

 9. Þolinmæðin þrautir vinnur allar 😉
  Þú ert sannkallaður harðjaxl!!
  Gangi þér ofurvel og haltu áfram að njóta 🙂

 10. Þú ert alveg rosaleg! Ég hef fylgst með þér frá byrjun, en aldrei kommentað. Áfram þú!:)

 11. Nú er stutt eftir kæra vinkona, þú massar þetta eins og allt annað sem þú tekjur þér fyrir hendur.

 12. Jólabækur óþarfar, nóg að fylgjast með þér, þetta er svo spennandi. Enginn flatmagandi frídagur hjá þér. Þú kennir okkur að fókusera á markmiðin. Hugsa til þín.

 13. Þú ert nú meiri dugnaðarforkurinn, skref fyrir skref hefst þetta allt. Hugsa til þín og fylgist með ferðum þínum daglega.
  Baráttu kveðjur að norðan

 14. Þvílíkt þrekvirki sem þú er að takast á við. Sendi þér hlýjar óskir um lægri skafla, minni kulda (vildi að ég kæmi til þín 10 lögum af ullarnærfötum og orkumikinn mat.) Nú styttist í að þú klári þetta ótrúlega ferðalag. Gangi þér vel dugnaðarforkur. Ég hvet alla sem geta til að styrkja það málefni sem þú ert að ganga fyrir, Lífið.

 15. Allt hefst með hörkunni (og þrjóskunni!)Bestu kveðjur og óskir um lægri skafla, frá öllum á Brjánslæk

 16. Það sem þú ert flott Vilborg! Gaman að fylgjast með þér, dáist að þinni elju og dug:)
  Gangi þér vel!!
  Kær kveðja
  Eva Einarsdóttir

 17. Þolinmæðin þrautir vinnur allar……..áfram veg skynseminnar og póllinn er þinn.
  baráttukveðja…..Broddi

 18. Þú ferð yfir 20km á dag þrátt fyrir erfiðar aðstæður, hetja ertu með þessum krafti og iðjusemi átt þú eftir að ná markmiðinu. Þú ert fyrirmynd fyrir alla!

 19. Áfram duglega stelpa, þú getur þetta! Það er svo gaman að sýna 13 ára stelpunni minni ferðalagið þitt og segja ” sjáðu, stelpur geta allt sem þær vilja” 🙂 Baráttukveðjur úr rigningunni

 20. Áfram gakk knús til þín elsku Villý – krossa fingur og hvet veðurguðina til að ganga til liðs við þig þessa síðustu daga – þú ert mögnuð ofurkona

 21. Ég er búin að fylgjast með þér frá byrjun, þú ert mikil hvatning og fyrirmynd fyrir okkur hin. Dáist af dugnaði þínum, orku og eljusemi. Já og jákvæninni sem þú hefur tileinkað þér. Áfram Vilborg ! 🙂

 22. Frábært hjá þér Vilborg og ég er stolt af því að hafa kynnst þér í Brusselhreppi fyrir nokkrum mánuðum. Þvílík hetja. Gangi þér þrusuvel síðasta spottann.

  Kveðja Elfa

 23. Go girl! Pólinn býður “handan við hornið”!
  Þolinmæðin og þrautsegjan þrautir vinnur allar 😀

 24. Hæ magnaða hetja!
  Ég tek undir með commentum hér að ofan að það sé ómissandi að glugga í ævintýrið þitt, á hverjum degi ;0)
  Hlýjar kveðjur

 25. Rétt að kíkja eftir nýrri færslu, vona að hafi gengið vel í dag og að þú hafir það sem best miðað við aðstæður og að sárin séu ekki að angra þig mikið, held maður geti ekki gert sér í hugarlund hvað þú ert að ganga í gegnum. Er svo ótrúlega stolt af þér og þessu stórkostlega afreki þínu.

  Kv. Elín

 26. Hó, hó
  Gleðilegt ár, erum mætt aftur á skólabekk (í stærðfræði) eftir jólafrí og ætlum að fylgjast með þér síðasta spölinn. Okkur finnst þú frábær. Gangi þér áfram vel 🙂

  Kveðja frá 9. PM Lindaskóla

 27. Gott hjá þér Vilborg , allir leiðsögumenn/konur geta verið ánægðir með þig,
  þú klárar þetta.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *