Frá Vilborgu á Suðurpólnum – Dagur 33

21. desember 2012

hae ho, skondinn dagur ad baki, for eitthvad ofugt framur og var tudandi i sjalfri mer fram undir hadegi an tess ad hafa nokkra astaedu. allt var i himnalagi og eg skidadi sem aldrei fyrr. i hadeginu tok eg til minna rada og endadi a ad setja bo hall classics a ipodinn og viti menn tad lidu svona 2 min ad eg var farin ad humma med i solskinsskapi. I dag komu 25 km i hus. Tad var skyjad en samt agaett skyggni. Ad lokum langar mig til að senda senda takklaetiskvedju til netheims fyrir allan studninginn. kaerar kvedjur

— Þessi skilaboð eru send með Iridium Extreme frá Sónar

English verison:

Hi there, a funny day behind.  Woke up on the wrong wide of bed and was kind of grumpy until noon without having any reason to. Everything was going well and I skied like never before. At lunchtime, I changed my mood and put some Bo Hall classics on my ipod and in 2 minutes I was singing along in a very happy mood. Today I traveled 25 kms (15.5 miles). It was cloudy but still a good travel conditions.

I want to send special thanks to Netheimar for all their support.

This Post Has 12 Comments

  1. Ótrúlega dugleg 🙂 Ert öðrum til fyrirmyndar og hvatning. Ætlaði að skella inn einhverjum brandara en man engan náttúrulega! Gangi þér rosalega vel og vonandi nærðu að hlaða Ipodin reglulega – skil nú ekki alveg hvernig þú ferð að því 🙂

  2. Snilldin ein. Það verðuraldrei frá þér tekinn þessi mikli kraftur sem í þér býr. Sé þig reyndar fyrir mér þegar þú fórst fram úr og get ekki annað en glott við.
    Landar þínir eru fullir aðdáunar……..og reyndar ekki bara landar þínir heldur margur annar..
    Veit ekki afhverju mér datt þessi texti í hug……….en hann er svo mikið þú sjálf:
    Vertu þú sjálfur, gerðu það sem þú vilt.
    Vertu þú sjálfur, eins og þú ert.
    Láttu það flakka, dansaðu í vindinum.
    Faðmaðu heiminn, elskaðu.

    Farðu alla leið.
    Va-bam-a-lú-ma-ba-ba-bei.
    Farðu alla leið,
    allt til enda, alla leið.

    Vertu þú, þú sjálfur.
    Gerðu það sem þú vilt.
    Jamm og jive og sveifla.
    Honky tonk og hnykkurinn.
    Farðu alla leið …

    Haltu áfram að vera þú sjálf, og farðu vel með þetta dýrmæta eintak semþú ert.
    Megi allar góðar vættir safnast kringum þig og vaka yfir þér og vernda. Svo bið ég þess heitast að veðurguðinn fari ekki vitlausu megin framúr og verði áfram í góða skapinu.

    Knús til þín mín kæra dóttla.

  3. Alveg rosalega stoltur af þér. Í mínum huga ert þú sönn hetja, einstakt eintak sem ræður yfir einstakri elju og dugnaði. Ég á í raun ekki orð til að lýsa aðdáun minni á þér. Gangi þér allt í haginn. Vona að þú sjáir þér fært að veita viðtal í mínum fjölmiðli þegar þú kemur heim.

  4. Hæ,

    Þú ert mögnuð! Frábært að heyra hvað allt gengur vel.

    Sendi þér nokkra brandara frá Anne Tarctic til að hlæja að næst þegar þú verður í tuðskapi:

    -Blonde – Q: Why do dumb blondes love running around in bikinis at the South Pole? A: They aren’t affected by brain freeze.

    -What is the difference between the North Pole and the South Pole? The whole world.

    -What did the north pole say to the south pole? I’ll meet you at the equator.

    -Once you get to the South Pole do an handstand, you will be holding up the world.

    Bestu kveðjur og óskir um áframhaldandi gott gengi,

    Ingrid

  5. Sæl Vilborg….Enn einu sinni sýnir þú hvað í þér býr , kjanorkukona sem þú ert …stundum þarf maður bara að hvíla sig
    og vera latur …25 km í hús er nú ekkert smá árangur ..
    Í mínum huga ert þú hetja dagsins í dag og til hamingju enn og aftur með þennan stórkostlega árangur…
    Þú ert tilnemd sem maður ársins á Bylgjunni og kemur í ljós 28 des hver hlýtur þann titil …
    Megi allir góðir vættir fylgja þér í dag og alla daga…
    Baráttukveðja frá Hveragerði…

  6. Nú er aldeilis blússandi gangur á minni!! Er sammála henni mömmu þinni með þennan texta, hann á vel við þig. Bestu kveðjur úr vestrinu, frá öllum á Brjánslæk.

    1. Sæl Vilborg, ég þekki þig ekki en dáist að þér, þú et sannkölluð hetja. Byrja hvern dag á að athuga hvernig ferðin gengur hjá þér. Þú ert að berjast við mjög erfiðar aðstæður samt er hver einasti póstur þinn mjög jákvæður . Það er merkilegt hvað þú getur séð allt gott og skemmtilegt á leið þinni. Það er annar ferðalangu sem ég fylgist líka með á hverjum degi en það er Símon sem er kominn hjólandi til Kína. Því miður hefur ekkert heyrtst frá honum síðan 7. des, erfitt er að senda póst frá Kína. Þið bæði tvö eruð þvílíkar hetjur og ofurmenni. Gangi ykkur allt í haginn á leið ykkar. Kveðja frá Hafnarfirði.

  7. Þú ert hetja, hugsa mikið til þín þegar maður er á kafi í jólatraffíkinu og stressinu.
    Gangi þér sem allra best. Held áfram að fylgjast með.

Leave a Reply to Guðrún S. Guðmundsdóttir Cancel comment reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *