13433174 10154301390128817 952713491317791760 O
13433174_10154301390128817_952713491317791760_o
13407083_713822825424634_7791072993299161423_n
13433174 10154301390128817 952713491317791760 O 13407083 713822825424634 7791072993299161423 N

Útivistarnámskeið – UPPSELT

Ef þig langar til þess að stunda fjallgöngur en veist ekki alveg hvar á að byrja að þá er þetta námskeið fyrir þig. Göngurnar eru í nágrenni Reykjavíkur og í hverri göngu erum við að vinna með ákveðin þemu sem munu auka ánægju af útivist og auðvelda áframhaldið yfir í lengri ferðir. Námskeiðið er einnig mjög heppilegt fyrir þá sem vilja stunda fjallgöngur með hópum.
Sérstakt fræðslukvöld verður 1. sept þar sem farið er yfir helstu þætti sem gott er að kunna skil á í fjallgöngum s.s. val á búnaði, næring, hvar við finnum upplýsingar um leiðir, þjálfun & úthald og fleira. Eftir fyrirlesturinn býðst þátttakendum að versla útivistarfatnað hjá 66°Norður og Lasportiva gönguskó á sérstökum kjörum.

Dagskrá:

  • 29. ágúst – Mosfell.
  • 1. sept – Fræðslukvöld í 66°Norður Faxafeni.
  • 5. sept – Ganga yfir Helgafell í HFJ.
  • 8. sept – Vífilsfell.
  • 12. sept – Móskarðshnúkar
  • 15. sept – Úlfarsfell
  • 17. sept – Vörðuskeggi
  • 22. sept. – Glymshringur

Göngurnar byrja kl 18.30 nema laugardagsgangan á Vörðuskeggja sem verður kl 9.00.

Saman munum við byrja rólega og smá saman færa okkur yfir á hærri fjöll. Við byrjum á Mosfelli sem er ákaflega góður upphafspunktur. Við fjöllum um hvernig nýta má útivist sem líkamsrækt ásamt því að skoða saman hvernig maður byggir sig upp í fjallgöngur.Við æfum tæknileg atriði s.s. ganga við mismunandi aðstæður, hvernig á að nota göngustafi, stilla bakpokana, um öndun og púls ásamt því að skoða sniðug öpp og hvernig maður les úr tölfræði. Sérstaklega er svo fjallað um næringu og hvernig maður nær sem bestu “recovery” eftir göngur.

Verð: 17.500 á mann – ef pör koma saman greiðir annar makinn hálft gjald.

Skráning: https://goo.gl/forms/PpRaPz7ye0Ioz4lC2

 

 

 

 

 

This Post Has One Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *