Tollur háfjallanna

Leifur Örn hringdi í Jón Gauta í morgun (klukkan 7.15 að staðartíma) úr Nido de Cóndores í 5550 metra hæð.

Þótt símsamband væri slitrótt skiptust þeir fyrst og fremst á upplýsingum um veðrið og þróunina næstu daga þar sem sunnudagurinn 19. janúar virðist enn inni í myndinni. Leifur sagði að þegar væri komin um 20 cm jafnfallið nýsnævi síðan í gær en veðurspáin hefur nú heldur dregið úr fyrirhuguðu snjómagni sem átti að vera mest í dag. Það verður því fróðlegt að heyra pistilinn í kvöld á milli klukkan 21 og 22 ef hann hringir þá aftur.

Af hópnum er annars það að frétta að Villi (Vilhjálmur) hefur lítið sofið undanfarnar tvær nætur vegna einkenna háfjallaveiki og hefur ákveðið að snúa við niður í grunnbúðir til að jafna sig.

Dagskipun þeirra fimm sem eftir verða er að færa vistir upp í hæstu búðir (Camp Berlin 5930 m) en fara svo aftur niður í Nido de Cóndores og eftir atvikum gista þar, eða ef hætt verður við toppinn í bili, að færa sig enn neðar.

———-

English version:

Leifur Örn called Jón Gauti this morning (local time 7:15) from the Nido de Cóndores camp  (5550 meters above sea level).

Despite the satellite phone network being unstable they were able to exchange information regarding the weather and the plans for the next few days. It seems as the summit day for Sunday January 19th is still in the picture. Leifur mentioned that it had snowed over 20 cm since yesterday but the weather forecast has now changed in a way that it is expecting less snow then it called for yesterday. It will be interesting to hear the update if we hear back from them tonight.

Villi (Vilhjálmur) has gotten little sleep the last two nights because of high altitude sickness symptoms and has decided to return back down to the base camp to recover.

The plan for the remaining 5 team members is to bring supplies to the highest camp (Camp Berlin 5930 m) before heading back down to Nido de Cóndores, and most likely stay there or if they delay the summit day, move even further down the mountain.

 

 

This Post Has One Comment

Leave a Reply to Eygló Cancel comment reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *