Fréttir úr grunnbúðum Aconcagua

Hæhó,

Kom aftur upp í grunnbúðir í gærkvöldi eftir um 26 km göngu og 1400 m hækkun. Þar sem veðurspáin næstu daga er slæm og ljóst að leiðangurinn myndi ekki ná á toppinn innan tímarammans, ákváðu leiðangursmenn að láta gott heita og eru nú á leið til byggða. Ég kvaddi þau í morgun og á eftir að sakna þeirra alveg agalega mikið.

Næstu skref hjá mér eru að bíða færis og láta slag standa þegar gefur á fjallið. Það mun sennilega vera á bilinu 24. – 26. janúar. Annars er ég hress og ætla að slappa af í dag og spjalla við fólkið á svæðinu.

Fjallakveðjur,

Vilborg.

Upprifjun: Vilborg og Vilhjálmur snéru við í fyrradag úr búðum í 5550 metra hæð og gengu niður í grunnbúðir (4.300 m). Vilhjálmur hafði þá verið slappur og að öllum líkindum með einkenni háfjallaveiki sem þó rjátluðu af honum um leið og hann komst í meira súrefni neðar á fjallinu. Lausnin við háfjallaveiki er að lækka sig eins hratt og mögulegt er. Vilhjálmur er orðinn mun hressari og samkvæmt læknisskoðun lítur allt vel út.  Veðurútlit næstu daga er ekki hagstætt og því gæti orðið svolítil bið eftir aðstæðum ofar í fjallinu. Því hefur hópurinn (fyrir utan Vilborgu) ákveðið að halda ekki áfram för og er á leið niður fjallið.

Sjá frekari fréttir síðastliðinna daga á blogginu Framandi Fjöll Íslenskra leiðsögumanna. Við munum svo koma til með að halda áfram að pósta hér með fréttum af næstu dögum hjá Vilborgu.

———-

English version:

Recent updates, one of the team members suffered with symptoms of high altitude sickness and Vilborg return back with him to base camp at 4300 meters from their current camp at 5550 meters. Their goal was to descend as quickly as possible to lower altitude for increased oxygen. He is getting much better and according to the doctor’s visit, everything looks good. The weather forecast for the next few days does not look promising and therefore there is a waiting game for the weather to clear up. Due to the weather the past few days and the forecast for the next days, all the team members excluding Vilborg have decided to not go for the summit and are now heading back down the mountain.

Vilborg’s goal is to wait for the weather to get better and aims to reach the summit around January 24-26th. She has arrived back up to base camp after descending with Vilhjálmur to the entry of the National Park, 26 km and 1400 meters elevation in one day and now awaits better weather conditions to continue her journey to the summit.

This Post Has One Comment

  1. Sæl og blessuð, ef ég má læða að smá tillögu. Reyndu endilega að komast í flot með einhverjum sem munu fara á tindinn núna á næstu dögum. Ég var í sömu stöðu og þú hér um árið. Þá fór ég sóló frám grunnbúðum upp í ca 5500 og síðan á topinn degi síðar líka sóló og niður í 5500, og síðan næsta dag niður í grunnbúðir og út. En mæli ekki með sóló alla leiðina upp og niður of mikið getur komið uppá. En farðu varlega en þá djarflega.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *